fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |
433Sport

Bolað burt og var ráðalaus: ,,Langaði að opna Twitter eða Instagram á hverjum degi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. apríl 2019 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, hefur tjáð sig um erfiða tíma er hann spilaði með Manchester United.

Zaha var fenginn til United árið 2013 frá Crystal Palace en hann var gríðarlegt efni á þessum tíma.

Þar lék vængmaðurinn í tvö ár en spilaði aðeins fjóra leiki í öllum keppnum og var fljótlega sendur aftur til Palace á láni.

Hann samdi svo endanlega við Palace á ný árið 2015 og er nú orðaður við stórlið Evrópu.

David Moyes vildi ekki gefa Zaha tækifæri eftir að hafa tekið við og ákvað hann að lokum að leita annað.

,,Þetta var tækifæri lífsins. Að fá tækifæri að spila fyrir Manchester United,“ sagði Zaha.

,,Þetta var stærra en allt sem ég gat vonast eftir og ég horfði á þetta þannig. Ég gerði mitt besta á æfingum til að sýna hvað ég gæti gert.“

,,Svo ákvað hann að taka mig úr Meistaradeildarhópnum og setti Adnan Januazaj inn, sem hafði aldrei spilað fyrir aðalliðið.“

,,Það var þá sem ég vissi að vandamálin voru mun stærri en ég hélt, þetta snerist ekki lengur um fótbolta.“

,,Þegar þetta snerist ekki um fótbolta eða getu, hvað annað gat ég gert?“

,,Að fá engin tækifæri til að spila og svo segir fólk að ég hafi verið mistök, það særir mig mest. Hvernig getur það verið rétt þegar ég fæ ekki tækifæri?“

,,Á hverjum degi langaði mig að opna Twitter eða Instagram og segja eitthvað en ég gat það ekki. Það væri ófagmannlegt.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilaði gegn norsku risunum en færði sig svo í gæsluna

Spilaði gegn norsku risunum en færði sig svo í gæsluna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjarnan komst áfram eftir ótrúlega dramatík – Mæta risaliði í næstu umferð

Stjarnan komst áfram eftir ótrúlega dramatík – Mæta risaliði í næstu umferð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sögufrægustu myndirnar úr vinsælustu íþrótt heims: Hættuleg árás, óvinur þjóðarinnar og internet-stjarna

Sögufrægustu myndirnar úr vinsælustu íþrótt heims: Hættuleg árás, óvinur þjóðarinnar og internet-stjarna
433Sport
Fyrir 3 dögum

Valur fær gríðarlega erfitt verkefni í Evrópudeildinni

Valur fær gríðarlega erfitt verkefni í Evrópudeildinni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Er í kuldanum og hraunaði yfir stjóra liðsins: ,,Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt“

Er í kuldanum og hraunaði yfir stjóra liðsins: ,,Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rooney segir að Klopp hafi aðeins gert ein stór mistök

Rooney segir að Klopp hafi aðeins gert ein stór mistök