fbpx
Mánudagur 27.maí 2019
433Sport

Real Madrid setur aukinn kraft í að fá Hazard og Pogba

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar á Englandi og Spáni fjalla mikið um það hvað Real Madrid gerir í sumar, talið er að Zinedine Zidane fari í miklar breytingar.

Til að geta verslað hressilega þarf Zidane að selja ansi mikið, þannig eru Gareth Bale, Toni Kroos, Marco Asensio og fleiri sagðir til sölu.

Til að styrkja liðið er Eden Hazard mest orðaður við liðið og sömu sögu er að segja af Paul Pogba.

Nú segja miðlar á Spáni að Real Madrid ætli að setja aukinn kraft í það að reyna að ganga frá kaupum á Hazard og Pogba.

Það verður auðveldara að sannfæra Chelsea um að selja Hazard en hann á aðeins ár eftir af samningi, flóknari gæti verið að fá Pogba frá Manchester United.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hjörvar og félagar ræddu rasísk ummæli Björgvins: „Það er eins og hann sé búinn að skrifa þetta niður“

Hjörvar og félagar ræddu rasísk ummæli Björgvins: „Það er eins og hann sé búinn að skrifa þetta niður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru launin sem United er tilbúið að bjóða De Ligt

Þetta eru launin sem United er tilbúið að bjóða De Ligt