fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Hannes sá rautt og Valur tapaði í vítaspyrnukeppni: Stjarnan meistarar meistaranna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands fær frí sem hann hefði ekki kosið í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Hannes lét reka sig af velli í leiknum um meistara meistaranna sem nú fer fram. Markalaust er í hálfleik á leik Vals og Stjörnunnar. Hannes var að spila sinn fyrsta keppnisleik með Val eftir heimkomu, hann fékk rauða spjaldið á 45 mínútu.

Rauða spjald Hannesar kom ekki að sök í venjulegu leiktíma en hvorugu liðinu tókst að skora.

Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni en þar voru ellefu mörk skoruð, það var Orri Sigurður Ómarsson, sem klikkaði fyrir Val og þannig enduðu leikar.

Stjarnan, meistarar meistaranna en liðið fer á flugi inn í sumarið.

Vítakeppnin:
Hilmar Árni Halldórsson 0-1
Kaj Leo í Bartalsstovu 1-1
Baldur Sigurðsson 1-2
Emil Lyng 2-2
Nimo Gribenco 2-3
Lasse Petry 3-3
Eyjólfur Héðinsson 3-4
Einar Karl Ingvarsson 4-4
Þórarinn Ingi Valdimarsson 4-5
Gary Martin 5-5
Jóhann Laxdal 5-6
Orri Sigurður Ómarsson (Klikkaði á vítaspyrnu)

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign
433Sport
Í gær

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“