fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Ætla ekki að senda hann í frí frá störfum: Sakaður um ofbeldi gegn konu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicky Butt, fyrrum leikmaður Manchester United og þjálfari hjá félaginu í dag, var handtekinn á þriðjudag. Hann er sakaður um að hafa lagt hendur á fyrrum eiginkonu sína.

United mun ekki setja Butt í frí frá störfum á meðan rannsókn fer fram, hann er yfir unglingastarfi félagsins.

Butt og Shelley Barlow, ákváðu á síðasta ári að skilja en þau höfðu verið gift í ellefu ár. Samband þeirra var komið á endastöð.

Butt hafði verið í heimsókn hjá fyrrum eiginkonu sinni, en hún býr ennþá í húsinu sem þau áttu saman. Húsið er metið á 7 milljónir punda eða, rúman milljarð.

Butt var handtekinn á heimilinu eftir átök en Shelley var lítilega meidd eftir átök þeirra.

Þrjár lögreglur mættu á heimilið sem Butt heimsækir reglulega, til að hitta tvö börn sem þau eiga saman.

Butt var færður í fangaklefa en var sleppt eftir yfirheyrslur, hann mun mæta fyrir dóm síðar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign
433Sport
Í gær

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“