fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Segir karla geta lært af konum: Hlaupandi krakkar að leika apa – Hommar hræddir við fordóma

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dave Kitson, fyrrum leikmaður í enskum fótbolta segir það ekki furðu að hann hafi hætt snemma í leiknum. Hann segir fordóma og ótta karlmanna að stíga út úr skápnum, vont fyrir leikinn.

Kitson er hávaxinn og rauðhærður og hann fékk að finna fyrir því. ,,Ég hef fengið að heyra ljót orð á ferli mínum,“ sagði Kitson

,,Ég ætla samt að taka það fram að ég ætla ekki að bera það saman við þá fordóma sem annað fólk mætir.“

Fótboltinn er að glíma við stórt vandamál, fordómar gagnvart múslimum og svörtum leikmönnum hafa líklega aldrei verið meiri.

,,Kynþáttafordómarar hafa verið mikið til umræðu í vetur, mörg þannig mál hafa komið upp. Ett svona atvik, er einu atviki of mikið,“ sagði Kitson sem fór yfir hluti sem hann upplifði á ferlinum.

,,Ég man eftir ungum samherja mínum sem grét í klefanum, hann hafði orðið fyrir kynþáttaníði frá áhorfanda. Við reyndum að styðja hann eins vel og við gátum.“

,,Það var annað atvik gegn Milwall, á The New Den. Hópur ungra krakka hljóp þá um stúkuna og lék apa og gaf frá sér hljóð, á meðan svartir leikmenn okkar, voru að teygja fyrir framan þau. Þetta gerðist fyrir tiu árum, en við erum ekki í neinni framför.“

Það hefur lengi verið rætt af hverju samkynhneigðir karlmenn, í fótbolta, þori ekki að stíga fram úr skápnum, af ótta við fordóma.

,,Þetta er spurning sem ég fæ reglulega, hvort það séu ekki til samkynhneigðir knattspyrnumenn. Þeir eru til, en það er kannski ein ástæða þess að þeir stíga ekki fram.“

,,Það er óeðlileg árátta frá stuðningsmönnum, fjölmiðlum og sumum leikmönnum að leita þessa samkynhneigðu menn uppi.“

,,Ég þjálfaði konur hjá Reading á síðasta ári, þar voru nokkrar stelpur sem höfðu stigið fram og sagt frá kynhneigð sinni, það var ölum sama. Ég hef síðan horft á þær spila, karlmenn geta lært svo mikið af konum þegar kemur að fótbolta. Hvernig við eigum að tækla nútíma samfélag.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign
433Sport
Í gær

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“