fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Reiði í Manchester: Þetta sagði goðsögn í beinni útsendingu

433
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United á Englandi eru ekki ánægðir með fyrrum leikmann liðsins, Rio Ferdinand þessa stundina.

Ferdinand var frábær leikmaður fyrir United á sínum tíma en hann lék í hjarta varnarinnar hjá félaginu.

Englendingurinn hefur undanfarin ár starfað í sjónvarpi og vinnur fyrir stöðina BT Sport sem sér um að fjalla um Meistaradeildina.

Það var sett pressa á Ferdinand í gær eftir leik Manchester United og Barcelona í 8-liða úrslitum.

United er úr leik í keppninni en liðið tapaði samanlagt 4-0 gegn spænska stórliðinu.

Ferdinand var spurður að því hvaða lið myndi vinna deild þeira bestu og nefndi hann erkifjendur United í Liverpool.

,,Ég held að Liverpool muni vinna Meistaradeildina á þessu tímabili,“ sagði Ferdinand er hann var spurður út í mögulegan sigurvegara.

Liverpool spilar gegn Porto í 8-liða úrslitum í dag en fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri enska liðsins.

Að vonum eru margir stuðningsmenn United ósáttir en þeir vilja alls ekki sjá Liverpool fagna sigri í keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Pape kallar Björgvin fávita eftir rasísk ummæli hans: Unnsteinn og Logi Pedró tjá sig um málið

Pape kallar Björgvin fávita eftir rasísk ummæli hans: Unnsteinn og Logi Pedró tjá sig um málið
433Sport
Í gær

Barcelona sagt efast: Endar Griezmann í United?

Barcelona sagt efast: Endar Griezmann í United?
433Sport
Í gær

90 mínútur með Ögmundi Kristinssyni: Fundur með Moyes, deilur við þjálfara og vonbrigðin með HM

90 mínútur með Ögmundi Kristinssyni: Fundur með Moyes, deilur við þjálfara og vonbrigðin með HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara