fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Hafa stuðningsmenn United þessa þolinmæði? – Solskjær segist þurfa fimm ár

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við spænska stórliðið Barcelona í gær. Verkefni United var alltaf að fara verða erfitt í gær en liðið tapaði fyrri leiknum 1-0 á heimavelli.

Lionel Messi var í stuði í leiknum og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn sem unnu sannfærandi 3-0 sigur. Philippe Coutinho bætti við þriðja marki Börsunga sem unnu einvígið samanlagt, 4-0.

Solskjær tók tímabundið við United í desember en var svo ráðinn til framtíðar í síðasta mánuði. ,,VIð vitum að það er mikið verk að vinna,“ sagði Solskjær eftir leik.

Hann segir United þurfa fimm ár til að komast í fremstu röð aftur. ,,Ég hef alla tíð sagt að þetta breytist ekki á einni nóttu, næstu fimm ár eru mikilvægt til að komast í gæðaflokk Barcelona.“

,,Við erum byrjaðir í þessari vinnu, við höfum rætt við leikmennina. Við verðum að skapa umhverfi, þar sem hugarfarið er í heimsklassa á hverjum degi.“

,,Við erum með marga góða leikmenn, til að vinna með. Það þarf að byggja upp, þetta byrjar með þjálfurum og leikmönnum. Svo bætum við einum eða tveimur við í sumar.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign
433Sport
Í gær

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“