fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Bjarni Fel horfði á fólk deyja: „Þetta fylgdi mér lengi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni voru 30 ár frá því að harmleikurinn á Hillsborough átti sér stað. Þar fóru 96 stuðningsmenn Liverpool á völlinn en komu aldrei aftur heim. Bjarni Felixson, þá íþróttafréttamaður á RÚV var á vellinum.

Yfirvöld reyndu í mörg ár að fela sannleikann en þrautseigja hjá stuðningsmönnum Liverpool varð til þess að sannleikurinn kom í ljós.

Bjarni var að lýsa leik Liverpool og Nottingham í undanúrslitum enska bikarsins, allir þeir 96 einstaklingar sem létust héldu með Liverpool.

„Ég sat þarna uppi í stúku, felmtri sleginn og ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað var að gerast. En ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að fólk var að deyja þarna fyrir framan mig. Það er ekkert gaman að verða vitni að svona atburðum og þurfa að segja frá þeim í beinni útsendingu. Maður sá að fólk var að deyja en af hverju vissi maður ekki nákvæmlega,“ sagði Bjarni um atvikið við RÚV.

Eins og eðlilegt er var Bjarni í miklu áfalli eftir að hafa horft á harmleikinn, á meðal þeirra sem létust voru börn.

„Ég tók lest til Glasgow til að reyna að komast heim til þess að létta aðeins á sinninu. Þetta fylgdi mér lengi því það er ekkert gaman að verða vitni af svona atburðum og þurfa að segja frá þeim í beinni útsendingu. Maður gerði það sem maður gat. En maður gerði sér ekki alveg grein fyrir því hvað var að gerast þarna. En þó það að maður sá að fólk var að deyja en af hverju það vissi maður ekki nákvæmlega, hver voru upptökin.“

Bjarni horfði á fólk kastast framan af áhorfendastæðum og síðar borið af vellinum sem lík.

,,Maður sá fólk kastaðist þarna fram af áhorfendastæðunum, yfir girðinguna, gegnum girðinguna, kramdist við girðinguna, komst út á völlinn og féll þar saman og var síðan borið sem liðið lík út af vellinum. Ég var lengi að jafna mig á þessu,“ segir Bjarni.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Pape kallar Björgvin fávita eftir rasísk ummæli hans: Unnsteinn og Logi Pedró tjá sig um málið

Pape kallar Björgvin fávita eftir rasísk ummæli hans: Unnsteinn og Logi Pedró tjá sig um málið
433Sport
Í gær

Barcelona sagt efast: Endar Griezmann í United?

Barcelona sagt efast: Endar Griezmann í United?
433Sport
Í gær

90 mínútur með Ögmundi Kristinssyni: Fundur með Moyes, deilur við þjálfara og vonbrigðin með HM

90 mínútur með Ögmundi Kristinssyni: Fundur með Moyes, deilur við þjálfara og vonbrigðin með HM
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara

Sjáðu reiðiskast stjörnu Chelsea: Reifst við leikmenn og þjálfara