fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019
433Sport

Heimilisofbeldi í Manchester: Fyrrum stjarna handtekin og er í varðhaldi

433
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicky Butt, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið handtekinn samkvæmt enskum miðlum.

Butt er þekktastur fyrir tíma sinn á miðju United en hann lék með meistaraflokk liðsins frá 1992 til 2004.

Undanfarin ár hefur Butt starfað í akademíu United en hann lagði skóna á hilluna árið 2011.

Lögreglan mætti heim til Butt fyrr í dag, fyrir leik United gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Greint er frá því að kona hafi hringt á lögregluna en Butt er ásakaður um heimilisofbeldi og er nú í varðhaldi.

Konan þurfti ekki á læknisaðstoð að halda en hún var með lítinn skurð á vinstri handlegg þegar lögreglan mætti til dyra.

Butt er annar fyrrum leikmaður United sem kemst í fréttirnar í dag en hinn er fyrrum samherji hans, Paul Scholes.

Scholes var ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að veðja á 140 knattspyrnuleiki frá 2015 til 2017.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign

Plús og mínus: Gæðaleysi einkenndi þessa viðureign
433Sport
Í gær

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“

Gríðarlega sorgmæddur og grét í marga klukkutíma: ,,Það hjálpaði að sjá börnin“