fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
433Sport

Einar Orri segir Kórdrengi stefna upp: ,,Metnaðurinn í þeim sem seldi mér að koma hingað“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þeir töluðu við mig strax eftir tímabilið, ég var samningslaus hjá Keflavík og var bara að skoða mín mál,“ sagði Einar Orri Einarsson, leikmaður Kórdrengja við 433.is, en hann gekk í raðir félagsins í vetur. Liðið er ungt að árum en með gríðarlegan metnað og stefnir hratt upp.

Kórdrengir voru fyrst með í 4 deildinni sumarið 2017 og þá var liðið hársbreidd frá því að komast upp um deild, liðið komst svo upp í fyrra. Liðið leikur því í 3 deild karla í sumar, en þar ætlar félagið sér ekki að stoppa lengi.

Það segir mikið um metnað Kórdrengja að leikmaður eins og Einar Orri komi til félagsins. Einar er þrítugur á þessu ári, hefur alla tíð leikið með Keflavík. Hann lék 180 leiki fyrir félagið, flesta í efstu deild.

,,Síðasta tímabil með Keflavík var vont og ég var aðeins að ströggla við meiðsli. Ég var að skoða mína möguleika, var að hugsa mér til hreyfings. Eftir að hafa rætt við Keflavík og Kórdrengi, þá fannst mér vera kominn tími á breytingar. Hugmyndir Kórdrengja voru heillandi, það var það sem mér fannst mest spennandi. Góður staður til að koma sér aftur í gang.“

Einar segir að fundur með þeim sem standa að félaginu, hafi selt sér þessa hugmynd að fara í 3. deildina.

,,Það var klárlega metnaðurinn í þeim sem seldi mér þetta, eftir að hafa fundað með þeim. Ég skal alveg viðurkenna það að þegar þeir báðu mig að koma á fund, þá var ég alveg skeptískur á það. Ég hugsaði samt með mér, að ég hefði engu að tapa, að hitta á þá, heyra þeirra hugmyndir. Strax eftir fundinn, var ég á þeirri skoðun að ég þyrfti að taka þetta alvarlega, þeir voru ný komnir upp um deild en ég fann mikið hungur, þeir voru langt því frá að vera saddir. Þeir voru meðvitaðir um að þeir þyrftu að styrkja liðið sitt. Þeir hafa gert það og þeir seldu mér þessa hugmynd, mjög fljótt.“

Það hefur komið Einari á óvart hversu vel liðið æfir og hvernig öll umgjörð í kringum liðið er.

,,Ég hef alla mína tíð verið í Keflavík og mest megnis í efstu deild, þar er auðvitað æft af krafti og mikið. Hjá Kórdrengjum er þetta kannski ögn rólegra framan af vetri en svo hefur þetta verið gert að krafti, eftir jól og ég er sáttur með það. Það hefur komið mér á óvart, hversu mikil gæði og kraftur er á öllum æfingum. Umgjörðin í kringum æfingar og leiki er svo alveg fyrsta flokks, ég er ekki að segja að þetta sé á pari við Pepsi deildina en þetta hefur komið mér vel á óvart.“

Kórdrengir fara ekki í felur með það að liðið stefnir beint upp úr 3. deildinni, úrslit vetrarins segja að það sé líklegt. Liðið vann sem dæmi, mjög góðan sigur á Selfoss sem er vel mannað lið í 2. deild.

,,Stundum eiga menn erfitt með að tala um það að stefna upp, hræddir við einhverja pressu. Það þarf ekkert að fara í felur með það hérna, allt annað en að fara upp um deild í sumar, eru vonbrigði. Það má líka bendi á Reynir Sandgerði, þeir hafa verið að styrkja sig rosalega mikið í vetur, það er klárlega gríðarleg pressa á þeim að fara upp.“

Leikmenn sem Kórdrengir hafa fengið í vetur:
Aron Skúli Brynjarsson
Daníel Gylfason
Einar Orri Einarsson
Kristinn Aron Hjartarson
Magnús Þórir Matthíasson
Sigurjón Daði Valdimarsson
Unnar Már Unnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Voru leikmenn Chelsea að hugsa um fyrrum liðsfélaga?

Voru leikmenn Chelsea að hugsa um fyrrum liðsfélaga?
433Sport
Í gær

Horfir á sama myndbandið á hverju kvöldi: ,,Tók tíma að átta mig á hvað hafði gerst“

Horfir á sama myndbandið á hverju kvöldi: ,,Tók tíma að átta mig á hvað hafði gerst“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir af því þegar stuðningsmaður Liverpool meiddi Adrian

Sjáðu myndir af því þegar stuðningsmaður Liverpool meiddi Adrian
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu varabúning United sem frumsýndur var í dag

Sjáðu varabúning United sem frumsýndur var í dag
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ný stjarna United var miklu nær því að fara í Leeds en talið var

Ný stjarna United var miklu nær því að fara í Leeds en talið var
433Sport
Fyrir 2 dögum

Allt varð vitlaust þegar Hannes fór í brúðkaup Gylfa: Hörður ætlar ekki að mæta í leik vegna brúðkaups

Allt varð vitlaust þegar Hannes fór í brúðkaup Gylfa: Hörður ætlar ekki að mæta í leik vegna brúðkaups
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir Þorvald ekki hafa þorað að tala við Kára: „Hann var ömurlegur og sktíhræddur“

Segir Þorvald ekki hafa þorað að tala við Kára: „Hann var ömurlegur og sktíhræddur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Höddi Magg skaut á Blika og talaði um endalaus vonbrigði: Gunnleifur svaraði honum

Höddi Magg skaut á Blika og talaði um endalaus vonbrigði: Gunnleifur svaraði honum