fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
433Sport

Rúrik var einmana og fékk heimþrá: Hærri tekjur fyrir fyrirsætustörf en fótbolta

433
Mánudaginn 15. apríl 2019 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, er þekktasti knattspyrnumaður Íslands ef maður tekur mið af fylgjendum á Instagram. Rúrik varð heimsfrægur á HM og er með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum.

Rúrik var barnastjarna, hann var gríðarlegt efni og töldu flestir öruggt að hann myndi ná langt í fótbolta. Rúrik var gestur í Atvinnumennirnir Okkar á Stöð2, í gær.

Rúrik hélt í atvinnumennsku ungur að árum og fór þá til Anderlecht í Belgíu, þar leið honum ekki vel og kom heim árið 2005.

,,Ég var 15 ára að verða 16 ára, já það var mjög erfitt. Einmana, allir vinir mínir voru að byrja í menntaskóla og ég átti kærustu á Íslandi. Það var margt sem orsakaði það að ég fékk mjög mikla heimþrá, á endanum fékk ég brjósklos í bakið,“ sagði Rúrik í þættinum.

,,Ég fer svo aftur út 17 ára til Charlton.“

Rúrik varð heimsfrægur á HM í Rússlandi og það hefur orsakað það að starf hans sem fyrirsæta, gefur honum stundum hærri tekjur en fótboltinn.

,,Ég var með 36 þúsund fylgjendur á Instagram fyrir HM, kom heim með 1,3 milljón. Þetta var mega breyting, einhver leikkona frá Argentínu sem setti á Twitter, þetta fór að rúlla. Í síðasta mánuði, var ég með meiri tekjur fyrir fyrirsætustörf en fótbolta. Þetta getur skipt máli, mig langar að taka þátt í þessu.“

Hann blæs á kjaftasögur þess efnis að frægð hans og frami trufli fótboltann, hann sé atvinnumaður í fótbolta, fyrst og síðast.

,,Ég er fyrst og síðast fótboltamaður, ég hef aldrei sleppt æfingu eða leik út af Instagram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dýrasti leikmaður City vælir mikið á æfingasvæðinu

Dýrasti leikmaður City vælir mikið á æfingasvæðinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ensk blöð fjalla um Aron Einar og eignarhlut hans í Bjórböðunum: ,,Botninn upp“

Ensk blöð fjalla um Aron Einar og eignarhlut hans í Bjórböðunum: ,,Botninn upp“
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt
433Sport
Í gær

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu geggjað mark Gylfa gegn Manchester United í dag

Sjáðu geggjað mark Gylfa gegn Manchester United í dag