fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
433Sport

Gerði grín að hræðilegu flugslysi og andláti Sala: ,,Hvernig líður drukkna sjómanninum ykkar?“

433
Mánudaginn 15. apríl 2019 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn Gary Kay hefur verið dæmdur í tímabundið bann af enska knattspyrnufélaginu Burnley.

Kay fylgdist með leik Burnley og Cardiff í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Burnley hafði betur, 2-0.

Kay er eins og áður sagði fasteignasali og var hans fyrirtæki styrktaraðili Burnley. Því samstarfi er nú lokið.

Þessi 36 ára gamli Englendingur varð sér til skammar eftir leikinn er hann tjáði sig á samskiptamiðlinum Twitter.

Kay gerði grín að dauða framherjans Emiliano Sala sem lést í flugslysi fyrr á þessu ári.

Sala átti að ganga í raðir Cardiff frá Nantes en eftir að hafa stigið um borð í flugvélina komst hann aldrei á leiðarenda.

Kay gerði grín að því atviki áður en hann baðst afsökunar í dag. Það var hins vegar of seint.

,,Við búum öll í kafbátnum hans Sala…Welsku kuntur. Þið elskið að gera grín að öðrum, hvernig líður drukkna sjómanninum ykkar?“ skrifaði Kay á meðal annars.

Kay setti svo einnig inn færslu þar sem hann líkti eiginkonum stuðningsmanna Cardiff við kindur.

Ógeðsleg hegðun en Kay er með yfir 1000 fylgjendur á Twitter-síðu sinni.


Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“
433Sport
Í gær

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Magni kom öllum á óvart í Keflavík