fbpx
Mánudagur 17.júní 2019
433Sport

19 ára og fær endalaust af nektarmyndum: ,,Ég er ekki að leita mér að kærustu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joao Felix er mögulega efnilegasti leikmaður heims í dag en hann spilar með Benfica í Portúgal.

Felix er 19 ára gamall og er orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu enda orðinn lykilmaður í Benfica.

Felix er nú þekktur um alla Evrópu, eitthvað sem hefur hjálpað honum mikið þegar kemur að hinu kyninu.

,,Árangurinn hefur hjálpað mér mikið þegar kemur að stelpunum,“ sagði Felix við blaðamenn.

,,Á samskiptamiðlum þá senda þær mér oft nektarmyndir. Ég er samt ekki að leita mér að kærustu.“

,,Ég er ennþá mjög ungur og það er nægur tími til að gera allt mögulegt.“

Felix skoraði þrennu fyrir lið Benfica á fimmtudag er liðið vann 4-2 sigur á Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af