fbpx
Mánudagur 28.september 2020
433Sport

Margrét fékk óvænta heimsókn frá stelpum úr Stjörnunni: ,,Ég hef aldrei verið eins feimin“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Margrét Lára Viðarsdóttir, hún hefur átt magnaðan feril, hún er ein allra besta, ef ekki besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt.

Margrét var barnastjarna, sem ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún var einn besti leikmaður í heimi en meiðsli gerðu henni erfitt fyrir. Tölfræði hennar með kvennalandsliðinu er svo ótrúleg.

Margrét var alltaf efnileg knattspyrnukona og skaraði fram úr er hún var á sínum yngri árum.

Hún segir skemmtilega sögu af því þegar nokkar Stjörnustúlkur mættu heim til hennar til að fá að skoða bikarsafnið.

Þetta bikarsafn Margrétar var víst frægt á þessum tíma en hún hafði unnið til alls kyns verðlauna fyrir sína frammistöðu.

,,Ég skaraði alltaf fram úr þegar ég var yngri. Á öllum Pæjumótum og svoleiðis, ég held að ég hafi verið valinn leikmaður í öllum flokkum og verið markahæst í öllum flokkum,“ sagði Margrét.

,,Ég man eftir því að einu sinni, ég held að það hafi verið í fjórða flokki þá komu stelpur úr Stjörnunni heim til mín.“

,,Þær spurðu hvort þær mættu koma inn og sjá bikarana mína. Það hafði spurst út að ég ætti eitthvað mikið bikarsafn, sem ég átti.“

,,Á þeim tíma var uppskeruhátíð á hverju hausti, þar var besti leikmaðurinn valinn, markahæsti leikmaðurinn og besta mæting og allt það.“

,,Ég held að það sé ekki þannig í dag. Maður hafði safnað að sér alls konar bikurum í gegnum það. Það var mjög sérstakt móment þegar þessar stelpur komu, ég held að ég hafi aldrei verið eins feimin.“

,,Þetta var voðalega krúttlegt eftir á en hvenær ég áttaði mig á því að ég gæti orðið alvöru leikmaður var ekki fyrr en ég var 15 eða 16 ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Icardi tryggði PSG sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnaði Barcelona til að vera áfram hjá Arsenal

Hafnaði Barcelona til að vera áfram hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ingibjörg skoraði í stórsigri

Ingibjörg skoraði í stórsigri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

,,Þið eruð að eyðileggja knattspyrnuna fyrir öllum!“

,,Þið eruð að eyðileggja knattspyrnuna fyrir öllum!“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni

Danskur viðskiptamaður kaupir knattspyrnulið í þriðju deildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale breytir nafninu – „Þetta er svolítið skemmtilegt“

Bale breytir nafninu – „Þetta er svolítið skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu markið: Aron Jóhannsson sjóðandi heitur fyrir Hammarby

Sjáðu markið: Aron Jóhannsson sjóðandi heitur fyrir Hammarby