fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |
433Sport

Stærstu verðlaun Margrétar hjálpuðu henni í sorginni: ,,Leit á þetta eins og verðlaun fyrir hana”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. apríl 2019 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Margrét Lára Viðarsdóttir, hún hefur átt magnaðan feril, hún er ein allra besta, ef ekki besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt.

Margrét var barnastjarna, sem ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún var einn besti leikmaður í heimi en meiðsli gerðu henni erfitt fyrir. Tölfræði hennar með kvennalandsliðinu er svo ótrúleg.

Margrét var valin íþróttamaður ársins hér heima árið 2007 er hún lék með Val og átti magnað tímabil.

Margrét var 22 ára gömul á þessum tíma og var svo farin erlendis í atvinnumennsku árið 2009.

Hún segir að það hafi verið mikill heiður að vinna þessi verðlaun en náði þó ekki að njóta þeirra nægilega mikið.

,,Það var gríðarlegur heiður og ég man þegar Sara [Björk] var svo valin núna. Ég talaði við hana og óskaði henni til hamingju og bað hana um að njóta þess,“ sagði Margrét.

,,Ég er ekki nema 22 ára þarna og fyrir mér, þetta var gríðarlegur heiður en ég man bara að ég mætti næstum of seint í sminkið því ég var að koma af æfingu!“

,,Morguninn eftir var ég bara mætt á æfingu. Þá er ég ekki að gera lítið úr því, auðvitað skipta æfingar máli og allt það en þetta var bara svona ‘ah verðlaun, áfram gakk!’

,,Ég náði ekki að njóta þess nægilega, eins og ég myndi gera í dag. Ég náði ekki að bera nógu mikla virðingu fyrir verðlaununum og njóta þeirra.“

,,Skilaboðin mín til Söru voru bara: ‘njóttu þess, leyfðu þér þess að njóta þess.’ Þetta var bara gangurinn í þessu, þessi verðlaun gáfu mér ofboðslega mikið en þau ýttu mér líka svolítið yfir línuna.“

Margrét horfði ekki á þessi verðlaun sem hátind ferilsins og ætlaði sér enn lengra og neitaði að slaka á.

Árið var ekki bara skemmtilegt heldur einnig erfitt því í lok árs þá missti hún ömmu sína en þær voru afar nánar.

,,Ég ætlaði enn lengra og gera enn betur. Ég hefði mátt hægja aðeins á akkúrat þarna, ekki verða kærulaus en bara hægja aðeins á.“

,,Árið 2007 er ótrúlega sérstakt ár fyrir mér því það byrjar eins og það byrjar þar sem ég er í Þýskalandi og svo kem ég heim og geri rosalega vel og svo missi ég ömmu mína í desember.“

,,Það var ótrúlega erfitt, við vorum mjög nánar þannig fyrir mig þá leit ég á þetta eins og verðlaun fyrir hana. Það gaf mér ótrúlega mikið og hjálpaði mér.“

,,Þetta ár var ótrúlega erfitt af mörgu leyti en svo endaði það þarna á ótrúlegan hátt og var lærdómsríkt. Þetta er svo fín lína, æfingar, álag og ég fór svolítið yfir línuna árið 2008 eftir verðlaunin.“

,,Kannski var ég bara of ung, ég kunni ekki að fara með þau. Margir íþróttamenn fara í það og djamma og djúsa og fara að ofmetnast en ég fór ekki þá leið, ég fór í hina áttina.“

,,Ég ætlaði mér að verða besta knattspyrnukona heims, nú var það bara Evrópa, heimurinn og ég ætlaði mér alla leið. Þá fór ég ennþá meira en samt var ég orðin 23 ára, maður gleymir því alltaf. Álagið var alltof mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gústi Gylfa eða Heimir Guðjóns á Hlíðarenda?

Gústi Gylfa eða Heimir Guðjóns á Hlíðarenda?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sögusagnir um FH koma Ólafi Inga í opna skjöldu: „Vil klára tímabilið áður en ég ræði málin“

Sögusagnir um FH koma Ólafi Inga í opna skjöldu: „Vil klára tímabilið áður en ég ræði málin“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu Mourinho ræða um forystu Liverpool á toppnum: „Þetta er ekkert svakalegur munur“

Sjáðu Mourinho ræða um forystu Liverpool á toppnum: „Þetta er ekkert svakalegur munur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska: Tveir frá Liverpool og City

Lið helgarinnar í enska: Tveir frá Liverpool og City
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórstjarna Liverpool notar íslensk tákn frá víkingum þegar hann kemur fram

Stórstjarna Liverpool notar íslensk tákn frá víkingum þegar hann kemur fram
433Sport
Í gær

Sjáðu andlitið á Gary Martin eftir átökin í Eyjum: Allur í blóði

Sjáðu andlitið á Gary Martin eftir átökin í Eyjum: Allur í blóði
433Sport
Í gær

Grindavík fallið en baráttan um Evrópu galopin – Allt undir í síðustu umferð

Grindavík fallið en baráttan um Evrópu galopin – Allt undir í síðustu umferð
433Sport
Í gær

‘Ósýnilegur’ Gylfi Þór fær að heyra það: ,,Aldrei séð neinn fela sig svona mikið“

‘Ósýnilegur’ Gylfi Þór fær að heyra það: ,,Aldrei séð neinn fela sig svona mikið“