fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Sjáðu sturlaðar vörslur Rúnars Alex í Frakklandi um helgina – Hvernig fór hann að þessu?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Dijon um helgina sem spilaði mikilvægan leik í frönsku úrvalsdeildinni. Rúnar og félagar eru í harðri fallbaráttu en unnu stórkostlegan 3-1 sigur á Lyon á útivelli.

Dijon er í 18. sæti deildarinnar eftir sigurinn um helgina en liðið var áður á botninum. Önnur lið eiga þó leik til góða.

Sigur Dijon kemur verulega á óvart en Lyon er í þriðja sæti deildarinnar og er á leið í Meistaradeildina.

Rúnar Alex var magnaður í leiknum og er í liði umferðarinnar í frönsku úrvaldeildinni.

Það er ekki furða enda má sjá vörslur hans úr leiknum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af