fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
433Sport

Garðar stoltur af syni sínum sem hefur sýnt ótrúlegan dugnað

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Garðar Gunnlaugsson sem ólst upp á Akranesi, gríðarleg pressa var á honum frá unga aldri enda bræður hans hetjur á Akranesi, Arnar og Bjarki.

Garðar sneri aftur heim úr atvinnumennsku árið 2012 er hann skrifaði undir samning við uppeldisfélagið ÍA.

Garðar hafði áður leikið fyrir CSKA Sofiu í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og SpVgg Unterhaching í Þýskalandi.

Hann fékk boð um að halda áfram að spila erlendis en sonur hans kom fyrst og ákvað Garðar að halda heim.

,,Já það [meiðslin] og drengurinn minn sem er fæddur 2005, hann átti við málþroskaörðugleika að stríða,“ sagði Garðar.

,,Hann þurfti smá aðstoð til að ná tökum á því. Það hefði í rauninni ekki verið hægt í Þýskalandi því hann hafði ekki náð tökum á tungumálinu.“

,,Ef ég hefði farið að harka eitthvað eins og ég hefði getað gert þá hefði það örugglega þýtt annar flutningur á milli landa og svo framvegis.“

,,Ég ákvað að koma með hann heim, Ásdís og Viktoría dóttir mín urðu eftir í Búlgaríu. Mér bauðst að fara út eftir þetta, eftir að ég var kominn heim. Ég tók bara hann fram yfir það.“

,,Hann er á mjög góðum stað í dag. Hann er hörku duglegur og það er einmitt það sem hann fær, hann er nýkominn úr vitnisburði. Hann er það duglegur að hann þarf ekki að hafa áhyggjur í sínu lífi. Eins og lesskilningur eða eitthvað, hann er ennþá á eftir en hann vinnur í því á hverjum degi og ég er stoltur af honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi
433Sport
Í gær

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara
433Sport
Fyrir 2 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra