fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Þrautaganga Kolbeins á enda: Svona hefur sagan verið síðustu ár – ,,Hef ekki gert neinum eitt eða neitt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. mars 2019 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt, hefur þurft að ganga í gegnum erfiða tíma. Kolbeinn sem er fæddur árið 1990 var ein skærasta stjarna íslenska fótboltans til ársins 2016, þá fóru meiðsli að gera honum erfitt fyrir.

Kolbeinn var þá í eigu Nantes í Frakklandi en í dag tókst honum og félaginu loks að ná samkomulagi um starfslok. Kolbeinn hafði lengi reynt að losna frá Nantes, þjálfarinn neitaði að spila honum og fékk Kolbeinn slæma meðferð. Hann var látinn æfa með varaliðinu.

Það tók að halla undan fæti árið 2016 þegar Kolbeinn var lánaður til Galatasaray í Tyrklandi, stórt félag sem ætlaði Kolbeini stórt hlutverk. Honum tókst aldrei að spila fyrir félagið vegna meiðsla.

Eftir að hann snéri aftur til Nantes þá hefur illa gengið, hann náði fullri heilsu en það breytti engu, hann var bara í kuldanum og ljóst var að félagið vildi hann burt. Kolbeinn var sagður launahæsti leikmaður félagsins, hann var sagður þéna 150 þúsund evrur á mánuði, um 18 milljónir íslenskra króna.

Forseti Nantes hélt því fram að Kolbeinn væri að hugsa um peninga frekar en að spila fótbolta, þess vegna hafi hann hafnað öðrum liðum og ekk viljað fara frá Nantes. Þessu hafnaði framherjinn í viðtali við 433.is.

Kolbeinn Sigþórsson

,,Þessar yfirlýsingar eiga ekki við nein rök að styðjast. Ég myndi alltaf reyna að skoða mína möguleika út frá minni fótboltalegu stöðu en ekki einungis vegna peninga. Það sem er mikilvægast fyrir mig núna, á þessum stað á mínum ferli sem fótboltamaður, er að komast út á völlinn og fá að spila og skora mörk, Ég veit ég get nýst Nantes vel, til þess verð ég að fá tækifæri í liðinu og spila leiki. Það er auðvitað það sem ég vil gera, og vonandi breytist það. Þetta er sögufrægur klúbbur með frábæra stuðningsmenn og ég var kominn á gott ról á miðju sumri og vildi ólmur byrja spila á ný og sanna ég sé enn þá með gæði til að hjálpa liðinu,“ sagði Kolbeinn við 433.is síðast haust.

Kita gekk nokkuð hart fram gegn Kolbeini og sagði að leikmönnum Nantes væri illa við framherjann knáa. Hefur Kolbeinn fundið fyrir því? ,,Nei, ég kannast ekki við það og veit hreinlega ekkert hvaðan þetta kemur, ég á í mjög góðu sambandi við leikmenn liðsins og það hefur enginn nefnt það eða ég fundið að þeim líki illa við mig. Enda hef ég ekki gert neinum eitt eða neitt.“

Það sem færði Kolbeini gleði síðasta haust var að spila með íslenska landsliðinu. ,,Það var klárlega eitt af markmiðunum í endurhæfingunni. Þetta gefur manni virkilega mikið að spila og vera í kringum þetta lið. Ég er stoltur að spila fyrir Ísland, maður fær gæsahúð í hvert einasta skipti sem maður klæðist landsliðstreyjunni. Fyrst og fremst er ég auðvitað bara ánægður með að vera orðinn heill heilsu. Þetta hefur verið mikil þrautarganga og hefur tekið mikið á, ég get ekki neitað því, en núna lítur þetta bara mjög vel út og ég horfi björtum augum fram á veginn.“

Kolbeinn getur nú farið í nýtt félag en lið á Skandinavíu, Grikklandi og Bandaríkjunum hafa sýnt honum áhuga.

Saga Kolbeins frá árinu 2016:

Júní 2016 – Tók þátt í Evrópumótinu 2016 og byrjaði alla leiki Íslands. Var frábær á mótinu.

Ágúst 2016 – Kom tvisvar við sögu í leikjum Nantes.

Ágúst 2016 – Gekk í raðir Galatasaray á láni frá Nantes.

Desember 2016 – Yfirgaf Galatasaray, lék aldrei með félaginu vegna meiðsla.

Maí 2018 – Lék tvo leiki með Nantes sem varamaður.

Maí 2018 – Var ekki valinn í HM-hóp íslenska landsliðsins.

September 2018 – Lék sinn fyrsta landsleik með Íslandi frá því á EM 2016.

Janúar 2019 – Kolbeinn var í vandræðum með að losna frá Nantes og framtíð hans var í óvissu.

8 mars 2019 – Kolbeinn riftir samningi sínum við Nantes og getur samið við annað félag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga