fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
433Sport

Huldumaður íslenska fótboltans græðir á tá og fingri: ,,Trúnaður um greiðslur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. mars 2019 14:30

Lütt við hliðs Geirs á ferðalagi með landsliðinu á Ítalíu, ásamt Geir Þorsteinssyni, þá formanni KSÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frederik Lütt er nafn sem fáir ef nokkur knattspyrnuáhugamaður á Íslandi vissi af fyrr en Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur fór að nefna hann á nafn og benda á það starf sem hann hefur unnið fyrir KSÍ. Lütt er þýskur viðskiptamaður sem hefur víðtæk tengsl í hinum stóra knattspyrnuheimi. Hann hefur starfað með og fyrir KSÍ í meira en tíu ár, fyrst fyrir fyrirtækið SportFive, sem nú hefur verið lagt niður. Lütt á nú fyrirtækið Pareteo, en þangað hefur runnið mikið af fjármunum frá KSÍ vegna starfa hans.

Lütt hefur komið að samningum um sjónvarpsréttindi, bæði vegna fótboltans á Íslands og landsleikja. Lütt hefur komið að samningum KSÍ við Errea, sem sér um búninga landsliðsins. Flestir af æfingaleikjum Íslands síðustu ár eiga rætur sínar að rekja til Lütt. Lütt hefur þannig náð samböndum í Katar og Asíu, og þangað hefur landsliðið ferðast reglulega, oftar en ekki frítt. Heimildarmaður DV segir að Lütt hafi þénað vel á þeim ferðum. Hann hefur hjálpað til við markaðsréttindi erlendis og fleira. Lütt sést iðulega með starfsmönnum KSÍ á landsleikjum og í kringum verkefni liðsins á erlendri grundu.

Allt í „köttum“
Knattspyrnuheimurinn getur verið flókinn, þar snýst allt um að fá „kött“ eins og sagt er á knattspyrnumáli. Þannig gerist lítið án þess að milliliður fái sinn skerf af kökunni, miklir fjármunir eru í spilinu og Lütt hefur veitt KSÍ þjónustu gegn því að fá „kött“ af þeim upphæðum sem eru í boði. Ekki er hægt að sjá út úr ársreikningum KSÍ hversu há upphæð hefur runnið til Pareteo, fyrirtækis Lütt. Þeir sem þekkja til málanna segja DV að Lütt haf fengið tugi milljóna fyrir að hjálpa KSÍ og líklega  yfir 100 milljónir fyrir ráðgjöf og aðstoð.

Trúnaður um samninga við Lütt
433.is sendi fyrirspurn til Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, og spurði um samstarf sambandsins við Lütt en ekki fæst gefið upp hvað sambandið hefur greitt honum. ,,Eins og flest, ef ekki öll, önnur knattspyrnusambönd (og rekstraraðilar almennt) nýtir KSÍ sér aðstoð innlendra og erlendra sérfræðinga í tengslum við ýmis verkefni. Þar á meðal eru umboðsmenn sem taka að sér að finna og semja um vináttuleiki þegar það á við og hefur það fyrirkomulag gefist vel, bæði knattspyrnulega og fjárhagslega. Um þessa samninga ríkir trúnaður eins og almennt er um samninga sambandsins og greiðslur vegna þeirra,“ sagði Klara í svari sínu.

Geir Þorsteinsson gerði samstarfssamning við Lütt, sem rann út árið 2017. Síðan þá hefur Guðni Bergsson, sem tók við starfinu, nýtt starfskrafta Lütt áfram: „Frederik Lütt er einn þeirra sérfræðinga sem KSÍ hefur keypt sérfræðiaðstoð af og hefur hann komið að ýmsum verkefnum fyrir KSÍ í gegnum tíðina. Frederik var með samstarfssamning við KSÍ sem rann út 2017 og var ekki endurnýjaður. Frederik hefur þó frá þeim tíma, ásamt fleiri milliliðum sem KSÍ hefur unnið með, stundum aðstoðað við skipulagningu vináttuleikja eins og venja er til, en aðkoma hans að þeim verkefnum er með nokkuð öðrum hætti en áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara
433Sport
Í gær

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ
433Sport
Í gær

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?