fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
433Sport

Harðsnúnir mafíósar áttu Garðar: Sat á milljónum á heimili sínu og óttaðist um líf sitt

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 8. mars 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur 90 mínútna þessa vikuna er Garðar Gunnlaugsson sem ólst upp á Akranesi, gríðarleg pressa var á honum frá unga aldri enda bræður hans hetjur á Akranesi, Arnar og Bjarki.

Garðar er tíu árum yngri en Garðar fetaði sína braut, var seinn til enda tók hann seint út fullan þroska.

Segja má að Garðar hafi sprungið út hjá Val og þar fór boltinn að rúlla. Við tóku áhugaverð ár í atvinnumennsku, tíminn í Búlgaríu stendur upp úr, utan vallar varð Garðar að þola mikið áreiti enda varð eiginkona hans þá, Ásdís Rán Gunnarsdóttir heimsfræg þar í landi.

CSKA Sofia keypti Garðar til félagsins árið 2008, innan vallar gekk ekki vel. Garðar var talsvert meiddur og stóð í stappi við eigendur félagsins enda var erfitt að fá launin sín greidd.

Skömmu eftir að Garðar var keyptur til Sofia þá var forseti félagsins dæmdur í fangelsi.

,,Forseti félagsins var dæmdur fyrir mútur og hneyksli rétt eftir að hann keypti mig, hann var stjórnmálamaður líka, ég held að hann hafi verið fyrverandi forsætisráðherra. Hann fór í fangelsi, þar á meðal fjárdrátt frá félaginu,“ sagði Garðar í 90 mínútum þegar hann rifjar upp tíma sinn í Búlgaríu.

Þegar sá forseti var dæmdur í fangelsi, þá tóku við áhugaverðir en erfiðir tímar. Stór og valdamikil mafía, keypti félagið.

,,Félagið sem kaupir CSKA Sofia er ruslafyrirtæki í Búlgaríu, ef einhver hefur horft á Sopranos, þá veit hann hvernig ruslafyrirtækin eru. Þetta er bara mafíustarfsemi, ekki að ég tengi það við Sorpu hérna heima,“ sagði Garðar léttur.

,,Þetta voru bara mafíósar, þeir borguðu aldrei laun. Þetta var mikið ströggl, ef maður fékk laun. Þá var það í formi seðla, yfirleitt á föstudegi eftir að það var búið að loka bankanum. Þú þurfti þá að fara með einhverjar milljónir í seðlum í leigubíl yfir borgina, það var mjög óþægilegt. Maður var búinn að heyra sögur af leikmönnum sem voru bara rændir, skömmu eftir að þeir fengu launin sín.“

Garðar segir að það hafi verið erfitt að ferðast um borgina með milljónir í vasanum og vona að enginn myndi ræna sig. Hann sat svo heima með peningana yfir helgina áður en hann komst í bankann.

,,Maður fór í leigubíl með nokkrar milljónir eftir að hafa fengið laun fyrir nokkra mánuði, maður fór heim til sín og var með kúkinn í buxunum. Svo endaði þetta með að ég kærði þá til FIFA, þeir voru ekki búnir að borga mér í einhverja mánuði. Á sama tíma fóru leiðtogar liðsins, í fjölmiðla og voru að kvarta undan því sama. Í stað þess að fara með málið til FIFA, það varð til þess að þeir voru boðaðir á fund með stjórninni. Á veitingastað í bænum, þetta voru fimm eða sex leikmenn og þar á meðal fyrirliði liðsins, sem var einn af mínum bestu vinum.“

Garðar fór sem betur fer FIFA leiðina því annars hefðu örlög hans orðið þau sömu og liðsfélaga hans.

,,Þegar þeir mæta á veitingastaðinn þá bíða þeirra lífverðir eiganda klúbbsins, þetta eru tveir eigendur og eru báðir með sitthvora fjóra lífverðina sem eru allir eins og Hafþór Júlíus. Þeir tuska leikmennina til, berja þá í klessu, allt nema andlitið. Ég sá áverkana og það voru skilaboð frá stjórninni að þeir myndu ekki nefna neitt í blöðunum,“ sagði Garðar sem varð hræddur um líf sitt.

,,Ég var ný búinn að kæra þá til FIFA, ég óttaðist um líf mitt um tíma,“ sagði Garðar sem kunni þó vel við eigendur félagsins að einhverju leyti.

,,Fyrir utan þetta þá voru þessir eigendur mjög viðkunnanlegir, ég rakst oft á þá á veitingastöðum og þá tóku þeir reikninginn og borguðu allt en þeir borguðu aldrei laun. Það kom aldrei til greina.“

Viðtalið við Garðar má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK