fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
433Sport

Manchester United með ótrúlega endurkomu í Frakklandi – Dramatík undir lokin

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir leik við frönsku meistarana Paris Saint-Germain í kvöld.

Um var að ræða seinni leik liðanna en United tapaði fyrri leiknum 2-0 á sínum heimavelli, Old Trafford.

Það var boðið upp á skemmtilegan leik í Frakklandi þar sem United hafði betur með þremur mörkum gegn einu.

Romelu Lukaku var heitur í kvöld og skoraði tvö mörk fyrir gestina í fyrri hálfleik. Juan Bernat skoraði þó einnig fyrir PSG en staðan var 2-1 eftir fyrstu 45.

Á 90. mínútu leiksins þá fékk United svo vítaspyrnu en Presnel Kimbempe fékk þá knöttinn í höndina innan teigs og steig Marcus Rashford á punktinn.

Rashford skoraði af miklu öryggi framhjá Gianluigi Buffon í markinu og tryggði United 3-1 sigur og fer liðið því áfram á mörgkum skoruðum á útivelli.

Á sama tíma áttust við lið FC Porto og AS Roma en þeim leik lauk með 2-1 sigri Porto.

Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Roma og eru liðin nú á leið í framlengingu þar sem úrslitin verða að ráðast.

PSG 1-3 Manchester United
0-1 Romelu Lukaku(2′)
1-1 Juan Bernat(12′)
1-2 Romelu Lukaku(30′)
1-3 Marcus Rashford(víti, 94′)

FC Porto 2-1 AS Roma
1-0 Tiquinho Soares(26′)
1-1 Daniele De Rossi(víti, 37′)
2-1 Moussa Marega(52′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“

Segja KSÍ leggja blessun sína yfir fordóma: ,,Baráttan gagnvart þeim veikindum er gefinn puttinn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bólgur í kringum kynfærið ástæðan fyrir ástandinu

Bólgur í kringum kynfærið ástæðan fyrir ástandinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er það sem Hamren ræðir mest við gullkynslóðina

Þetta er það sem Hamren ræðir mest við gullkynslóðina
433Sport
Í gær

Alfreð biður fólk um að bera virðingu fyrir vali Arons Einars: Þetta er ástæðan

Alfreð biður fólk um að bera virðingu fyrir vali Arons Einars: Þetta er ástæðan
433Sport
Í gær

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“