fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
433Sport

Einn leikmaður Real Madrid þénar meira en allir á launaskrá Ajax

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við hollenska stórveldið Ajax í gær.

Seinni leikur liðanna fór fram í gær í Madrid en Real vann fyrri leikinn 2-1 á Amsterdam Arena.

Liðið var því í góðri stöðu fyrir leik gærdagsins eftir að hafa skorað tvö mörk á útivelli.

Ajax hafði þó engan áhuga á að kveðja svo snemma og gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 sigur á Santiago Bernabeu. Dusan Tadic, fyrrum leikmaður Southampton, átti stórleik og lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í sigrinum.

Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu fimm árum, stórveldið er fallið. Ajax er lítið félag í samanburði við Real Madrid, þannig þénar einn leikmaður Real Madrid meira á einu ári en allir starfsmenn Ajax.

,,Ég hef 28 milljónir evra á ári í kostnað, það er fyrir aðalliðið, varaliðið og unglingaliðin okkar,“
sagði Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax.

,,Það er ögn minna en Gareth Bale fær í laun hjá Real Madrid á ári, Real Madrid er með 630 milljónir evra á ári í kostnað. Við náum því aldrei, það sem Real borgar einum leikmanni er það sem við notum í alla starfsmenn og leikmenn okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sara Björk skrifar pistil sem allir ættu að lesa: ,,Enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð“

Sara Björk skrifar pistil sem allir ættu að lesa: ,,Enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG íhugar að kæra Evra: Þið eruð hommar og aumingjar

PSG íhugar að kæra Evra: Þið eruð hommar og aumingjar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær Þórarinn Ingi bann frá KSÍ fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs?

Fær Þórarinn Ingi bann frá KSÍ fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn
433Sport
Í gær

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum
433Sport
Í gær

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu