fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

Einn leikmaður Real Madrid þénar meira en allir á launaskrá Ajax

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við hollenska stórveldið Ajax í gær.

Seinni leikur liðanna fór fram í gær í Madrid en Real vann fyrri leikinn 2-1 á Amsterdam Arena.

Liðið var því í góðri stöðu fyrir leik gærdagsins eftir að hafa skorað tvö mörk á útivelli.

Ajax hafði þó engan áhuga á að kveðja svo snemma og gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 sigur á Santiago Bernabeu. Dusan Tadic, fyrrum leikmaður Southampton, átti stórleik og lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í sigrinum.

Real Madrid hafði unnið Meistaradeildina fjórum sinnum á síðustu fimm árum, stórveldið er fallið. Ajax er lítið félag í samanburði við Real Madrid, þannig þénar einn leikmaður Real Madrid meira á einu ári en allir starfsmenn Ajax.

,,Ég hef 28 milljónir evra á ári í kostnað, það er fyrir aðalliðið, varaliðið og unglingaliðin okkar,“
sagði Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax.

,,Það er ögn minna en Gareth Bale fær í laun hjá Real Madrid á ári, Real Madrid er með 630 milljónir evra á ári í kostnað. Við náum því aldrei, það sem Real borgar einum leikmanni er það sem við notum í alla starfsmenn og leikmenn okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið

Magnaðir Skagamenn unnu Blika og tryggðu sér toppsætið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl

Læti út um allan heim eftir umdeilda ákvörðun: Forsetinn er helvítis fífl
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera
433Sport
Fyrir 3 dögum

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga

Skeit hjá Manchester United en Liverpool hefur nú áhuga