fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
433Sport

Stelpurnar sökuðu Þórð um drykkju og perraskap: „Engin okkar steig fram og sagði neitt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2019 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavél:

Það var árið 2000 sem Þórður Lárusson hætti sem landsliðsþjálfari kvenna hjá KSÍ, honum var vikið úr starfi eftir að tíu leikmenn neituðu að mæta í verkefni á meðan hann var í starfi. Þórður hafði tekið við starfinu árið áður, hann hafði stýrt liðinu í þremur leikjum. Aldrei kom fram nein ástæða fyrir uppsögn Þórðar, nema það að leikmenn væru ósáttir með störf hans.

Það var svo í fyrra sem Þóra B Helgadóttir, þá markvörður liðsins sagði sína upplifun af starfinu. Hún hélt því fram að Þórður hefði verið fullur í verkefni með liðinu og reynt að fá leikmenn liðsins upp á herbergi sitt. Þórður hafnaði því strax.

Þóra gagnrýndi einnig aðferðir Þórðar við þjálfun, hann hafi sýnt lítinn metnað í starfi, og nefndi sem dæmi að hann hafi ekki vitað hvaða stöðu leikmenn spiluðu iðulega. Hann hélt einnig glærukynningu þar sem hann notaði gamlar glærur frá karlaliðinu. „Við vorum að fara yfir föst leikatriði og þjálfarinn sagði: „Gunna, þú ert Siggi í öllum þessum atburðarásum. Hvar sem Siggi er, það átt þú að gera.“.“


Úr DV frá 2000:
Þórður Lárusson er hættur störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Eins og fram hefur komið neituðu 10 landsliðskonur að leika meir með liðinu á meðan Þórður stýrði því og eftir fund Þórðar og Eggerts Magnússonar, formanns Knattspyrnusambands íslands, var ákveðið að Þórður hætti en mun vinna áfram fyrir sambandið við hæfileikamótun. Þórður tók við landsliðinu í janúar 1999 af Vöndu Sigurgeirsdóttur og lék liðið þrjá leiki undir hans stjórn, alla í undankeppni Evrópumótsins. Liðið gerði 0-0 jamtefli gegn ítólum á heimaveli, gerði 2-2 jafntefli gegn Úkraínu ytra og tapaði 5-0 á útivelli fyrir Þýskalandi.


Þóra sagði sína sögu:
Þóra B Helgadóttir sem var lengi vel í marki liðsins sagði fyrra sína sögu, hún sagði að Þórður hefði verið drukkinn í verkefni liðsins og reynt að fá leikmenn upp á herbergi með sér. Hún sagði að það hafi verið kornið sem fyllti mælirinn og verið ástæða þess að tíu leikmenn neituðu að spila undir stjórn Þórðar.

Eggert Magnússon, sem var þá formaður KSÍ öskraði hins vegar á Þóru og liðsfélaga hennar þegar þær reyndu að útskýra málið fyrir honum. Hann hafi sett hnefann í borðið og látið þær vita að þær réðu engu.

,,Það var svo í einni ferðinni sem þjálf­ar­inn varð mjög full­ur og reyndi að fá leik­menn upp á her­bergið sitt. Eft­ir það neituðu nokkr­ir leik­menn að spila aft­ur fyr­ir landsliðið und­ir hans stjórn,“ sagði Þóra í fyrra.

Leikmenn gengu á fund Eggerts Magnússonar, þá formanns KSÍ sem sagði við þær að þær réðu engu, hann réði öllu. Þrír leikmenn fóru á fundinn og sögðu frá sinni upplifun en einn þeirra leikmanna var aldrei valinn í landsliðið.

,,Viðbrögð okkar leikmannanna eru eiginlega jafn slæm. Engin okkar steig fram og sagði neitt. Við vorum of hræddar um að við myndum lenda á svarta lista sambandsins. Kannski kom Metoo byltingin of seint. Ég vil trúa því að ef þetta gerðist í dag þá myndu leikmenn ekki vera of hræddir,“ sagði Þóra.

Hér má lesa ítarlega grein Vísir.is um frásögn Þóru.

Þórður hafnaði öllu
Eftir að Þóra steig fram og sagði söguna svaraði Þórður fyrir sig með langri yfirlýsingu þar sem hann hafnaði öllu. Hann sagðist aldrei hafa verið drukkin í starfi og hvað þá að hann hafi reynt að fá leikmenn með sér upp á herbergi.

Yfirlýsing Þórðar:
Á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík í gær, sem bar yfirskriftina „Kyn og íþróttir“ hélt Þóra Helgadóttir tölu undir yfirskriftinni „Girl in a man‘s world – A story from a former professional football player“. Í máli sínu vék hún að undirrituðum og bar mig alvarlegum ávirðingum.

Þær ásakanir eiga ekki við nein rök að styðjast.

Svo langt var gengið að vísa til þess að ég eigi að hafa verið drukkinn í landsliðsverkefni og reynt að fá leikmenn liðsins uppá herbergi með mér. Þessum ásökunum vísa ég alfarið á bug.

Ég hef aldrei á starfsævi minni blandað saman áfengi og vinnu og því síður hefði mér dottið í hug að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með mér. Það geta þeir sem mig þekkja vitnað til um. Það er ljóst að ef ég hefði verið undir áhrifum áfengis og freistað þess að misnota stöðu mína hefði verið tekið strax á slíku máli.

Mér er misboðið að vegið sé að persónu minni og æru með svona aðdróttunum.

Ég hef alla tíð freistað þess að leggja mig allan fram í verkefnum mínum, hvaða nafni sem þau nefnast. Það kann vel að vera að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við þjálfunaraðferðir mínar, enda lögðust þær gegn því að ég héldi áfram með liðið. Það er eitt. Það er hins vegar allt annað að bera mig alvarlegum ásökunum um að ég hafi freistað þess að misnota aðstöðu mína. Það myndi ég aldrei gera og vísa ég þeim ásökunum algerlega á bug.

Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta mál.

Þórður Georg Lárusson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara
433Sport
Í gær

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ
433Sport
Í gær

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?