fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
433Sport

Liðsfélagarnir reyndu að koma Sigurbirni annað: ,,Ég nenni ekki að standa í þessu!“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Sigurbjörn Hreiðarsson, hann er litríkur karakter sem á ansi merkilegan feril, hann lék alla tíð í meistaraflokki með Val, fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Sigurbjörn upplifði ótrúlega tíma með Val, bæði góða og slæma.

Sigurbjörn reyndi fyrir sér í atvinnumennsku á sínum tíma en hann lék þá með Trelleborgs í Svíþjóð.

Þar gekk erfiðlega um tíma en Sigurbjörn fór úr því að vera miðjumaður og byrjaði að spila bakvörð.

Hann stoppaði ekki lengi hjá Trelleborgs og var fljótlega boðið að koma í finnsku úrvalsdeildina.

Það voru finnskir samherjar hans hjá Trelleborgs sem náðu að nýta sín tengsl og reyndu að hjálpa Sigurbirni annað í atvinnumennsku.

Sigurbjörn íhugaði að taka skrefið í úrvalsdeildina þar í landi en ákvað á endanum að snúa aftur heim í Val.

,,Mér bauðst reyndar til að fara til Finnlands að spila. Það voru tveir finnskir landsliðsmenn í liðinu, toppdrengir sko,“ sagði Sigurbjörn.

,,Þeir sáu þarna eins og leikmenn eru, þeir mingla og tala saman og annað slíkt. Þeir voru sammála mér í því að maður ætti fá meiri séns í liðinu.“

,,Þeir voru búnir að tala við þjálfara hjá efstudeildarliði í Finnlandi og hann hringdi í mig.“

,,Þetta voru þrjú, fjögur eða fimm símtöl frá Finnlandi. Ég gældi við þetta og hugsaði: ‘Væri það ekki dálítið spennandi?’

,,Svo einhvern veginn sló ég ekki til og vildi bara fara heim. Það var hlé á náminu og svona, ég hugsaði með mér að ég myndi fara heim og spila. Ég nenni ekki að standa í þessu!“

,,Ég átti að gefa þessu meiri tíma. Ef ég hefði beðið í mánuð í viðbót þá var búið að reka þjálfarann og þriðji bakvörðurinn var kominn inn.“

,,Það var búið að taka okkar 21 árs mann út og ég er farinn. Þá fór þriðji gæinn inn og hann spilaði þar. Það gekk ekkert hjá liðinu en ef ég hefði bitið á jaxlinn og beðið eftir mínum séns þá hefði ég örugglega spilað lengur úti eða tekið Finnland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK