fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Nýjasta stjarna íslenska landsliðsins með hjarta úr gulli: Greiðslur frá KSÍ í fallegt málefni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 10:23

Arnór Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson, nýjasta stjarnan í íslenskum fótbolta hefur ákveðið að styrkja minningarsjóð Einars Darra.

Arnór ákvað að láta gott af sér leiða og styrkja minningarsjóð Einars Darra. Þær greiðslur sem hann fékk fyrir síðasta landsliðsverkefni með A landsliði karla lét hann renna í minningarsjóðinn.

Þannig fékk Arnór 300 þúsund krónur fyrir sigurinn á Andorra, en KSÍ greiðir 100 þúsund krónur á hvert stig sem vinnst í undankeppni, til leikmanna.

“Mér finnst mikilægt að styðja við það góða starf sem verið er að vinna“ segir Arnór Sigurðsson atvinnumaður með CSKA Moskva.

Arnór er 19 ára gamall en hann hefur slegið í gegn á mjög stuttum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af