fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Heimir segir vandamálin oft vera í hausnum á okkur: ,,Árangur er ekki endastöð“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 10:17

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, hefur komið sér vel fyrir í Katar en hann tók við Al-Arabi í desember. Heimir hætti með íslenska landsliðið, síðasta sumar.

Heimir er að koma sínum áherslum að og hefur tryggt það að Aron Einar Gunnarsson, komi til félagsins í sumar.

,,Ég átti von á því að þessi áskorun yrði öðruvísi, hún hefur verið það. Ég vissi að ég yrði að lifa í öðru samfélagi, öðruvísi hitastigi og venjast þeirra fótbolta. Sumir hlutir eru allt öðruvísi en ég er vanur, fótboltinn er samt yfirleitt með sömu áherslur út um allt,“ sagði Heimir.

Heimir hafði rætt við félög í Bandaríkjunum og í Þýskalandi áður en hann fór til Katar. ,,Ég vildi nýja áskorun, deildin hér í Katar er að stækka hratt líkt og MLS deildin. Katar heldur næsta Heimsmeistaramót, fólk hefur mikinn metnað hérna. Þetta er það sem ég var að leita af, ég get bætt mig sem persóna og þjálfari. Ég þurfti á því að halda.“

Hemir ræddu um að stærsta áskorunin væri alltaf í hausnum á fólki, eitthvað sem hann vann mikið með hjá íslenska landsliðinu.

,,Stærsta áskorunin er alltaf í hausnum á okkur, þegar við hlustum á þá neikvæðu sem segja að við höfum náð markmiðinu og leiðin sé bara niður. Þetta heyrum vð frá fólki í kringum okkur, fjölmiðlum. Líka í okkar haus ef við pössum okkur ekki. Mín uppáhalds setning á milli Evrópumótsins og Heimsmeistaramótsins með landsliðið var, að árangur er ekki endastöð. Þetta er vegferð sem heldur áfram.“

Heimir ræddi um Heimsmeistaramótið í Rússlandi. ,,Við áttum þrjár góðar frammistöður en bara ein af þeim gaf stig, við fórum svekktir af mótinu. Við gerðum þjóð okkar stolta, þú getur alltaf gert betur. Við gerðum vel í frumraun okkar í erfiðum riðli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af