fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Djurgarden kannast ekki við að eiga í viðræðum við Kolbein

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður, var í gær sagður í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgarden. Fótbolti.net sagði frá þessu í gær en Kolbeinn er án félags eftir að hafa yfirgefið lið Nantes í Frakklandi.

Kolbeinn hefur lítið spilað undanfarna mánuði en hann var í kuldanum hjá Nantes og fékk engar mínútur. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá hefur Kolbeinn fundað með stjórn Djurgarden og gæti hann gengið í raðir félagsins.,

Kolbeinn er 29 ára gamall en sænska úrvalsdeildin er að hefjast á ný og er spilað um næstu helgi.

Fréttirnar virðast hins vegar koma Djurgarden á óvart. ,,Ég get ekkert sagt, þetta eru nýjar fréttir í mínum bókum,“ sagði Bosse Andersson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgarden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af