fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Sigurjón orðlaus: Af hverju var Albert tekinn af velli? – ,,Erik Hamren er í vondum málum

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru ekki allir sammála því að það væri rétt að taka Albert Guðmundsson af velli gegn Frakklandi í gær.

Albert var einn líflegasti leikmaður Íslands í leiknum sem tapaðist þó sannfærandi með fjórum mörkum gegn engu.

Alberti var skipt af velli í seinni hálfleik í gær en sú skipting fór ekki vel í marga þar sem við þurftum að skora mörk.

Sigurjón Magnús Egilsson er á meðal þeirra sem gagnrýna þessa ákvörðun Erik Hamren í pistli sínum á vefsíðunni Miðjan.

,,Íslenska landsliðið stóð sig ekki vel í París í gær. Leikurinn fór á versta veg. Sem er svo sem eitthvað sem við mátti búast. Frakkarnir eru jú heimsmeistarar og voru á heimavelli. Búast mátti við tapi,” skrifar Sigurjón.

,,Erik Hamrén landsliðsþjálfari ber talsverða sök á hversu illa liðið tapaði. Hann valdi leikaðferð sem ekki gekk upp. Svo segja sérfræðingarnir. Fimm manna vörn sem leikinn var grátt.”

,,En eitt er mér hulin ráðgáta. Hvers vegna í ósköpunum var Albert Guðmundsson tekinn af velli? Hann var eini leikmaðurinn sem hélt boltanum. Eini leikmaðurinn sem kom við boltann í nokkur skipti hvert sinn sem hann var með hann. Meðan Albert reyndi, og tókst bara nokkuð vel, að halda boltanum reyndi ekki á vörnina rétt á meðan.”

Sigurjón fer svo aðeins yfir stöðu landsliðsþjálfarans Hamren sem gæti verið valtur í sessi eftir mjög slaka byrjun.

,,Erik Hamrén er í vondum málum. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ber ábyrgð. Enn virðist sem ráðning Svíans hafi verið feilspor.“

,,Úr þessu þarf að vinna. Og það strax.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“