fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
433Sport

Sindri segir sína skoðun: ,,Ekki þarf að fjölyrða um hve mikið áfall þetta er fyrir íslenska liðið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. mars 2019 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá París:

Íslenska landsliðið kom til Parísar í fyrrakvöld og æfði á keppnisvellinum, Stade de Farnce í gær. Þar kom í ljós að Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur, og verður ekki með gegn Frakklandi í undankeppni EM í kvöld.

Íslenska liðið, vann góðan sigur á Andorra á föstudag og kemur til Parísar, þar sem stig eða sigur væru algjör bónus.

Sindri Sverrisson blaðamaður á Morgunblaðinu segir það gríðarlegt áfall fyrir íslenska liðið að leika án Jóhanns, sem er á mála hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Hvort íslenska liðið komist í lokakeppni EM, stendur hvorki né fellur með því hvað gerist á morgun. Íslenska liðið hefur þó hins vegar oftar en ekki átt sína bestu leiki á erfiðum útivöllum, nægir að nefna sigra í Hollandi og Tyrklandi.

,,Jóhann Berg Guðmundsson er hins vegar ekki tilbúinn. Jóhann leikur ekki með Íslandi í kvöld vegna kálfameiðsla sem hafa angrað hann undanfarið þó að hann hafi komist í gegnum 80 mínútur gegn Andorra á föstudaginn, og hélt hann heim til Englands í gær. Ekki þarf að fjölyrða um hve mikið áfall þetta er fyrir íslenska liðið,“ skrifaði Sindri í Morgunblaðið í dag.

,,Erik Hamrén mun því þurfa að breyta byrjunarliði sínu og raunar var alltaf útlit fyrir að sú yrði raunin. Íslenska liðið hefur undir stjórn Svíans aðeins prófað sig áfram með þriggja miðvarða kerfi og margt bendir til þess að sú verði raunin í kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Metnaður Valsmanna: Sjáðu hvernig treyjan var frumsýnd

Metnaður Valsmanna: Sjáðu hvernig treyjan var frumsýnd
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pressan var of mikil fyrir 16 ára strák sem íhugaði sjálfsmorð: Keypti töflur og sagði þau vera fyrir börnin

Pressan var of mikil fyrir 16 ára strák sem íhugaði sjálfsmorð: Keypti töflur og sagði þau vera fyrir börnin
433Sport
Í gær

Arnór skoraði í sigri CSKA: Ragnar og Björn léku í tapi

Arnór skoraði í sigri CSKA: Ragnar og Björn léku í tapi
433Sport
Í gær

Ronaldo fer úr öllu í nýrri auglýsingu: ,,Sjáðu bunguna í nærbuxunum“

Ronaldo fer úr öllu í nýrri auglýsingu: ,,Sjáðu bunguna í nærbuxunum“