fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sindri segir sína skoðun: ,,Ekki þarf að fjölyrða um hve mikið áfall þetta er fyrir íslenska liðið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. mars 2019 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá París:

Íslenska landsliðið kom til Parísar í fyrrakvöld og æfði á keppnisvellinum, Stade de Farnce í gær. Þar kom í ljós að Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur, og verður ekki með gegn Frakklandi í undankeppni EM í kvöld.

Íslenska liðið, vann góðan sigur á Andorra á föstudag og kemur til Parísar, þar sem stig eða sigur væru algjör bónus.

Sindri Sverrisson blaðamaður á Morgunblaðinu segir það gríðarlegt áfall fyrir íslenska liðið að leika án Jóhanns, sem er á mála hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Hvort íslenska liðið komist í lokakeppni EM, stendur hvorki né fellur með því hvað gerist á morgun. Íslenska liðið hefur þó hins vegar oftar en ekki átt sína bestu leiki á erfiðum útivöllum, nægir að nefna sigra í Hollandi og Tyrklandi.

,,Jóhann Berg Guðmundsson er hins vegar ekki tilbúinn. Jóhann leikur ekki með Íslandi í kvöld vegna kálfameiðsla sem hafa angrað hann undanfarið þó að hann hafi komist í gegnum 80 mínútur gegn Andorra á föstudaginn, og hélt hann heim til Englands í gær. Ekki þarf að fjölyrða um hve mikið áfall þetta er fyrir íslenska liðið,“ skrifaði Sindri í Morgunblaðið í dag.

,,Erik Hamrén mun því þurfa að breyta byrjunarliði sínu og raunar var alltaf útlit fyrir að sú yrði raunin. Íslenska liðið hefur undir stjórn Svíans aðeins prófað sig áfram með þriggja miðvarða kerfi og margt bendir til þess að sú verði raunin í kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Í gær

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Í gær

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur