fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
433Sport

Ákvað að sinna eiginkonu sinni og fékk ógeðsleg skilaboð – Lögreglan kölluð til

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. mars 2019 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Lindelof, leikmaður Manchester United, er ekki með sænska landsliðinu í undankeppni EM þessa stundina en hann sinnir eiginkonu sinni.

Lindelof hafnaði kalli sænska landsliðsins fyrr í mánuðinum fyrir leiki gegn Rúmeníu og Noregi í keppninni.

Ástæðan er sú að eiginkona Lindelof á von á barni í byrjun apríl og vill varnarmaðurinn vera til staðar fyrir hana.

Eftir þessa ákvörðun hefur Lindelof fengið ógeðsleg skilaboð sem lögreglan rannsakar nú. Ákvörðunin fór illa í nokkra stuðningsmenn sænska liðsins.

Aftonbladet segir að sænska knattspyrnusambandið hafi þurft að hafa samband við lögreglu eftir skilaboð sem Lindelof fékk á samskiptamiðlum.

Lögreglan hefur staðfest að verið sé að rannsaka hótanirnar og mun fara nánar í málið eftir leik við Noreg á morgun.

Svíar unnu fyrri leik sinn á dögunum gegn Rúmeníu 2-1 og var Lindelof ekki með í sigrinum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spá DV fyrir Pepsi Max-deild karla: Hvaða lið verður Íslandsmeistari?

Spá DV fyrir Pepsi Max-deild karla: Hvaða lið verður Íslandsmeistari?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mögnuð staðreynd: Getur unnið áttunda deildarmeistatitilinn í röð um helgina

Mögnuð staðreynd: Getur unnið áttunda deildarmeistatitilinn í röð um helgina
433Sport
Í gær

Boltastrákurinn trúði ekki eigin augum í gær

Boltastrákurinn trúði ekki eigin augum í gær
433Sport
Í gær

Juventus tók áhættusama ákvörðun: Sjáðu nýja treyju liðsins

Juventus tók áhættusama ákvörðun: Sjáðu nýja treyju liðsins