fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
433Sport

Elmar tekur upp hanskann fyrir Eddu Sif: ,,Ekki fréttnæmt og hreinlega vandræðalegt fyrir fólk“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. mars 2019 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV fékk á baukinn í gær á samfélagsmiðlum og í frétt á Vísir.is. Þar var fjallað um mynd sem hún setti á Instagram.

Edda var þá á leið til vinnu á RÚV og skrifaði við myndina. „Helgarfrí er fyrir homma og kellingar“.

Edda setti færsluna á sína Instagram síðu sem er lokuð, tekið var skjáskot af færslunni og hneyksluðust einhverjir á orðanotkun hennar.

Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu skilur ekki hvernig fólk fer í uppnámi yfir svona hlutum.

,,Að valda einhverjum UPPNÁMI með brandara sem annaðhvort hittir í mark eða ekki er rosalega sérstakt að mínu mati!,“ skrifar Elmar sem er iðulega, óhræddur við að viðra skoðanir sínar.“

Mynd: KSÍ

Hann segir að svona fréttir eigi ekki rétt á sér, þetta sé vandræðalegt fyrir fólk.

,,Gálgahúmor á lokuðu Instagrammi sem er ætlaður fólki sem þekkja mann er ekki fréttnæmt og hreinlega vandræðalegt fyrir fólk sem er að gera mál úr því!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Samþykkti að skipta um númer: Vill heiðra minningu afa síns

Samþykkti að skipta um númer: Vill heiðra minningu afa síns
433Sport
Í gær

Rándýr upptaka hvarf: Opnaði sig loksins um viðkvæmt mál í einkaviðtali

Rándýr upptaka hvarf: Opnaði sig loksins um viðkvæmt mál í einkaviðtali
433Sport
Fyrir 3 dögum

Segir að tölfræði Van Dijk sé kjaftæði: ,,Ég skoraði og hann var skilinn eftir“

Segir að tölfræði Van Dijk sé kjaftæði: ,,Ég skoraði og hann var skilinn eftir“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði