fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
433Sport

Landsliðið snæðir í Barcelona áður en flugið er tekið til Parísar

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 23. mars 2019 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Barcelona:

Íslenska karlalandsliðið vann sterkan sigur í undankeppni EM í gær er liðið mætti Andorra.

Leikur gærkvöldsins fór fram á heimavelli Andorra og höfðu strákarnir betur með tveimur mörkum gegn engu.

Um var að ræða fyrsta leik strákanna í undankeppninni og var gríðarlega mikilvægt að taka þrjú stig.

Ísland komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Birki Bjarnasyni en hann skoraði þá eftir hornspyrnu.

Staðan var 1-0 þar til í síðari hálfleik er Viðar Örn Kjartansson bætti við öðru marki en hann hafði komið inná sem varamaður. Lokastaðan 2-0 fyrir strákunum sem er gott veganesti fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands eftir þrjá daga.

Íslenska liðið æfði í Andorra í morgun og síðan heldur liðið til Barcelona, þar mun mannskapurinn snæða saman áður en flugið er tekið til Parísar.

Liðið æfir á Stade de France í París á morgun og síðan er leikur við heimamenn á mánudagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“
433Sport
Í gær

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Magni kom öllum á óvart í Keflavík