fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Þetta eru fimm mikilvægustu leikmenn Íslands í undankeppni EM

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppni Evrópumótsins, í kvöld. Liðið mætir þá Andorra klukkan 19:45. Leikurinn verður afar áhugaverður.

Andorra er ekki hátt skrifað lið en hefur náð góðum úrslitum á heimavelli, liðið pakkar í vörn og beitir öllum helstu brögðum til að kreista fram úrslit. Íslenska liðið gæti þurft að sýna mikla þolinmæði.

Gengi liðsins hefur ekki verið gott undanfarið og Erik Hamren á eftir að vinna sinn fyrsta leik í starfi.

Við tókum saman fimm mikilvægustu leikmenn landsliðsins sem allir verða að eiga góða undankeppni.


1. Gylfi Þór Sigurðsson
Það munu koma augnablik í þessari undankeppni, þar sem afburða hæfileikar Gylfa verða að vinna leiki fyrir okkur. Er yfirburðar leikmaður í liðinu og hefur sannað það svo oft.

2. Aron Einar Gunnarsson
Nærvera Arons innan vallar er iðulega nóg til þess að aðrir leikmenn stígi upp og spili betur, er leiðtogi liðsins.

Alfreð Finnbogason

3. Alfreð Finnbogason
Eini framherji liðsins sem skorar reglulega fyrir landsliðið um þessar mundir, það er því mikilvægt að Alfreð verði í markaskónum mjög reglulega í þeim tíu leikjum sem eru í þessari undankeppni.

4. Jóhann Berg Guðmundsson
Mikilvægi hans sást hvað best í Rússlandi, þar meiddist hann í fyrsta leik og liðið fann fyrir því, sem og í Evrópudeildinni í haust. Íslenska liðið má ekki við því að vera án leikmanns sem leikur stórt hlutverk í ensku úrvalsdeildinni.

5. Ragnar Sigurðsson
Til að vörnin virki, þarf Ragnar að vera í sínu besta formi. Hvort sem hann spilar með Kára Árnasyni eða Sverri Inga. Ragnar er fyrsti maður á blað í vörninni og þar stendur hann iðulega fyrir sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega
433Sport
Í gær

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“
433Sport
Í gær

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“