fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Plús og mínus: Viðar bað Kjartan Henry um að loka á sér munninum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 21:36

Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

Fyrsti sigur Erik Hamren með íslenska landsliðið er í hús, liðið vann 0-2 sigur á Andorra í kvöld. Um var að ræða fyrstu umferð í undankeppni EM. Sigurinn því sögulegur fyrir Hamren, í níundu tilraun tókst að klára leik.

Íslenska landsliðið hafði ekki unnið leik á alþjóðlegum leikdegi í meira en ár. Sigurinn er því afar ljúfur.

Leikurinn fór fram á fremur lélegu gervigrasi í Andorra og það hafði áhrif á spilamennsku liðsins, gestirnir nýttu hvert tækifæri í að tefja og sparka í leikmenn Íslands.

Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark leiksins í fyrri hálfleik, eftir hornspyrnu kom Ragnar Sigurðsson boltanum á Birki sem kláraði vel. Viðar Örn Kjaratnsson bætti svo við öðru markinu.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Viðar Örn Kjartansson kom inn með læti, skoraði geggjað mark og bað svo aðra um að þegja með fagni sínu. Ætla má að hann sé að senda þau skilaboð á Kjartan Henry Finnbogason.

Það var gaman að sjá snillina sem Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson gátu kokkað upp saman. Þeir skilja hvorn annan vel, gæðaleikmenn.

Aron Einar Gunnarsson, minnti helst á kónginn, Heimi Guðjónsson í sinni nálgun í leiknum. Stýrði liðinu eins og herforingi úr miðju hringnum, einstakur leiðtogi. Nærvera hans innan vallar er mögnuð.

Það allra mikilvægasta var að ná í þrjú stig, fyrir strákana er þungu fargi af þeim létt. Erik Hamren getur líka andað léttar, fyrsta skrefið í átt að EM 2020 var klárað.

Sigurinn gefur liðinu færi á að fara til Frakklands og anda rólega, sigurinn sem allir settu kröfur á eru í hús. Jafntefli eða sigur í Frakklandi væru bónus.

Mínus:

Gegn slöku liði eins og Andorra myndi maður vilja sjá íslenska liðið slátra leiknum fyrr, það hefði gefið betra andrými fyrir leikinn gegn Frökkum.

Það vantaði meiri ógn frá hægri vængnum og fremstu víglínu í leiknum til að ganga frá verkefninu.

Það er eitt að spila á gervigrasi en það er annað að spila á svona lélegu gervigrasi eins og Andorra er með. UEFA verður að gera kröfu á hæsta gæðaflokk af svona grasi, ef það á að leyfa það í svona keppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Í gær

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar