fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Þetta er draumur Erik Hamren: Allir Íslendingar vona að hann rætist

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

Íslenska landsliðið er mætt til Andorra og nú er að ganga í garð síðasti sólarhringurinn, fyrir leikinn mikilvæga gegn heimamönnum á morgun. Undankeppni EM, hefst á morgun.

Íslenska liðið mætti til Spánar á mánudag, dvaldi í Peralada í Katalóníu og æfði þar í þrígang. Liðið fór í svo þriggja klukkutíma rútuferð til Andorra. Liðið æfir nú á keppanisvellinum.

,,Ljúft að vera hérna, fyrsta sinn sem ég kem til Andorra. Þetta er fallegt land miðað við það sem ég hef séð, ég er spenntur fyrir því að hefja undankeppnina. Leikurinn á morgun verður áhugaverður, ég á von á erfiðum leik. Ég virði úrslit Andorra, á heimavelli. Við búumst við erfiðum leik, við vitum að það er erfitt að vinna þá, við komum hingað til að reyna að sækja þrjú stig. Spenntur að hefja undankeppnina,“ sagði Hamren við fréttamenn í dag.

,,Þeir eru vel skipulagðir varnarlega, vinna vel saman sem lið. Sterkir varnarlega, leggja mikið á sig saman. Erfitt að skora gegn þeim á heimavelli.“

Hamren á sér draum og það er að komast í lokamót EM, á næsta ári. Til að sá draumur rætist, þarf Hamren að fara að vinna leiki.

,,Leikmenn þekkja að spila öðruvísi leiki, stundum erum við líklegri til sigur en stundum ekki. Þessu eru þeir vanir í félagsliði og landsliði, það er ekki erfitt að kveikja í þeim. Draumur okkar er EM 2020, þá þurfum við góð úrslit. Við erum spenntir að byrja, þetta er ekki vandamál fyrir mig sem þjálfara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
433Sport
Í gær

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi