fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Rúnar vonast til að hafa gert sig gildandi þegar Hamren velur byrjunarliðið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada:

Rúnar Már Sigurjónsson er hluti af íslenska landsliðshópnum sem spilar við Andorra og Frakkland í vikunni.

Rúnar spilar með Grasshopers í Sviss þar sem erfiðlega hefur gengið á þessu tímabili.

Miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli en orðinn heill. Hann var frá í rúmlega hálft ár vegna þess.
Rúnar er bjartsýnn fyrir komandi verkefni og er ánægður með að fá tækifæri í hópnum.

,,Ég fékk að spila í Þjóðadeildinni og í vináttuleik gegn Frökkum þó úrslitin hafi flest ekki verið eins og við vildum,“ sagði Rúnar en frammistaða hans var góð.

Rúnar vonar að sú frammistaða hafi orðið til þess að hann sé nú gildandni í umræðunni, þegar Erik Hamren velur byrjunarliðið sitt.

,,Ég stefndi alltaf á að vera klár fyrir þetta verkefni og ég er mjög ánægður með að vera hérna.“

,,Ég hef ekki spilað marga mótsleiki áður enda unnum við flesta leiki fyrir nokkrum árum síðan. Ég reyndi að gera mitt og vonandi hef ég stimplað mig ágætlega inn.“

,,Síðasta ár er búið og við þurfum ekki að pæla í því meira. Nú er ný undankeppni að byrja og stór séns á að komast á EM 2020. Við stefnum allir á það sama.“

Viðtalið við Rúnar er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega
433Sport
Í gær

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“
433Sport
Í gær

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“