fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Rúnar vonast til að hafa gert sig gildandi þegar Hamren velur byrjunarliðið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada:

Rúnar Már Sigurjónsson er hluti af íslenska landsliðshópnum sem spilar við Andorra og Frakkland í vikunni.

Rúnar spilar með Grasshopers í Sviss þar sem erfiðlega hefur gengið á þessu tímabili.

Miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli en orðinn heill. Hann var frá í rúmlega hálft ár vegna þess.
Rúnar er bjartsýnn fyrir komandi verkefni og er ánægður með að fá tækifæri í hópnum.

,,Ég fékk að spila í Þjóðadeildinni og í vináttuleik gegn Frökkum þó úrslitin hafi flest ekki verið eins og við vildum,“ sagði Rúnar en frammistaða hans var góð.

Rúnar vonar að sú frammistaða hafi orðið til þess að hann sé nú gildandni í umræðunni, þegar Erik Hamren velur byrjunarliðið sitt.

,,Ég stefndi alltaf á að vera klár fyrir þetta verkefni og ég er mjög ánægður með að vera hérna.“

,,Ég hef ekki spilað marga mótsleiki áður enda unnum við flesta leiki fyrir nokkrum árum síðan. Ég reyndi að gera mitt og vonandi hef ég stimplað mig ágætlega inn.“

,,Síðasta ár er búið og við þurfum ekki að pæla í því meira. Nú er ný undankeppni að byrja og stór séns á að komast á EM 2020. Við stefnum allir á það sama.“

Viðtalið við Rúnar er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
433Sport
Í gær

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi