fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019
433Sport

Albert um holuna sem hann er í: ,,Gott að kúpla sig út úr strögglinu“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar er mættur í verkefnið með íslenska landsliðinu og er klár í slaginn. Ísland leikur við Andorra á föstudag og Frakkland á mánudag, um er að ræða leiki í undankeppni EM.

Undankeppni EM er að fara af stað en Albert hefur verið í holu hjá félagsliði sínu, í Hollandi. Hann ræddi það við RÚV.

Albert gekk í raðir AZ síðasta sumar og áttu flestir von á því að hann fengi stórt hlutverk, hann þarf hins vegar að vera þolinmóður.

„Ég hef ekki spilað eins mikið og ég hafði búist við. Ég þarf að koma mér aftur inn í liðið. Það mun taka tíma og ég er að reyna að aðlagast umhverfinu og stundum tekur það lengri tíma en maður vonar og ætlar,“ sagði Albert við RÚV.

Albert segir það gott að koma til móts við landsliðið til að endurræsa hausinn.

„Það er alltaf gott og heiður að komast í landsliðið og það gefur manni kannski nýtt augnablik til að endurræsa sig. Auðvitað er einbeitingin á góð úrslit með landsliðinu en ef maður hugsar dýpra þá er þetta kannski líka gott fyrir mann sjálfan. Aðeins fyrir hausinn, að kúpla sig út úr strögglinu hjá AZ að sitja á bekknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjær kveikti bál og Guardiola er pirraður

Solskjær kveikti bál og Guardiola er pirraður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri

Mun utanríkisráðherra styðja erkifjendur sína í kvöld? – Kokkur Morgunblaðsins gæti fagnað sigri
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar skærasta stjarna Liverpool fór í fýlu og vildi ekki fagna

Sjáðu þegar skærasta stjarna Liverpool fór í fýlu og vildi ekki fagna
433Sport
Í gær

Mætti á sína fyrstu æfingu í dag eftir handtöku: Sakaður um ofbeldi gegn konu

Mætti á sína fyrstu æfingu í dag eftir handtöku: Sakaður um ofbeldi gegn konu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?

Enn og aftur fóru hnefarnir á loft: Hvað er til ráða?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sverrir og félagar kunna að fagna titlum – Sjáðu ástríðuna

Sverrir og félagar kunna að fagna titlum – Sjáðu ástríðuna