fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
433Sport

Sigurbjörn var eini Dalvíkingurinn sem sleppti þessu: ,,Ég var skíthræddur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. mars 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Sigurbjörn Hreiðarsson, hann er litríkur karakter sem á ansi merkilegan feril, hann lék alla tíð í meistaraflokki með Val, fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Sigurbjörn upplifði ótrúlega tíma með Val, bæði góða og slæma.

Sigurbjörn segist vera líklega eini Dalvíkingurinn sem stundaði ekki skíði á sínum yngri árum.

Hann var mikið í íþróttum sem krakki og æfði blak, frjálsar íþróttir, handbolta, borðtennis og fótbolta.

Sigurbjörn viðurkennir þó að hann hafi látið skíðin vera en hann var hræddur um meiðsli sem gætu haft slæm áhrif á lappirnar.

,,Ég var skíthræddur um fæturnar þannig ég var eini Dalvíkingurinn sem ákvað að sleppa skíðunum!“ sagði Sigurbjörn léttur.

,,Ég fór ekki neitt í fjallið, mér var umhugað um heilsuna og það er bara á seinni árunum sem ég er orðinn skíðamaður.“

,,Það voru allir á skíðum, frábærar aðstöður til að vera góður skíðamaður en ég fókusaði ekki á það.“

,,Það var æft allt þarna, maður æfði frjálsar, handbolta, blak, borðtennis, maður var öflugur borðtennisleikmaður!“

,,Maður var fantaöflugur í því og bara í þessu öllu sem var. Þetta var bara þannig að það var blakæfing, frjálsíþróttaæfing og svo fótboltaæfing. Svona rúllaði þetta út vikuna og maður tók þetta allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sara Björk skrifar pistil sem allir ættu að lesa: ,,Enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð“

Sara Björk skrifar pistil sem allir ættu að lesa: ,,Enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG íhugar að kæra Evra: Þið eruð hommar og aumingjar

PSG íhugar að kæra Evra: Þið eruð hommar og aumingjar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“

Alfreð varð faðir í annað sinn á dögunum: Aðeins minni svefn – ,,Ég er með gríðarlega skilningsríka konu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“

Rúnar mun lengur að jafna sig en búist var við: ,,Hundleiðinlegt hvernig hefur gengið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær Þórarinn Ingi bann frá KSÍ fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs?

Fær Þórarinn Ingi bann frá KSÍ fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn

Viðar Örn var hættur með landsliðinu: Nú er búið að kalla hann inn í hópinn
433Sport
Í gær

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum

Allir leikmenn landsliðsins með á æfingu í dag – Jóhann Berg æfði með hlífar á kálfunum
433Sport
Í gær

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu

Æfing og afslöppun á Spáni í dag: Líklegt að margir grípi í golfkylfu