fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Segir Aron Einar eiga skilið fulla ferðatösku af seðlum í Katar: „Ekki henda seðlaspilinu á Aron fyrir þetta skref“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Al-Arabi í Katar staðfesti í gær komu Arons Einars Gunnarsson til félagsins. Talsvert er síðan að Aron skrifaði undir.

Þetta var hins vegar gert opinbert í gær en Aron mun ganga til liðs við Al-Arabi í Katar í sumar.

Samningur hans við Cardiff er þá á enda en þjálfari Al-Arabi er Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.

Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Al-Arabi en með mögleika á þriðja árinu. Samkvæmt heimildum 433.is, fór hann í læknisskoðun á Bretlandi fyrir talsverðu síðan.

Aron er þrítugur á þessu ári en hann hefur spilað með Coventry og Cardiff á Englandi og átt afar farsælan feril. Flestir skilja þessa ákvörðun Arons en mikið hefur reynt á líkama hans, frá því að Aron kom til Englands fyrir ellefu árum.

Þannig hefur Aron leikið tæplega 400 deildarleiki og stærstur hluti af þeim hefur verið í næst efstu deild, sú deild reynir líklega hvað mest á líkama knattspyrnumanna í heiminum.

Aron hefur síðustu ár fundið meira og meira fyrir álaginu og því er skrefið til Katar tekið, þannig getur hann lengt feril sinn og fengið áfram vel borgað. Þetta gætu verið góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið.

Sumir hafa talað um að Aron sé þarna að elta peninga en því eru margir ósmammála. ,,Ekki henda seðlaspilinu á Aron fyrir þetta move. Gæinn er búinn með 9 season í Championship,“ skrifar Ágúst Þór Ágútsson, veðmálasérfræðingur og fyrrum knattspyrnumaður.

Henry Birgir Gunnarsson, foringi íslenskra íþróttafréttamanna tekur í svipaðan streng. ,,Gleðst með Aroni Einari. Gæinn hefur fórnað miklu og á skilið þægilegt ride í lokin og fulla ferðatösku af seðlum áður en hann hættir,“ sagði Henry Birgir.

Aron Einar mun ræða þessi félagaskipti sín á fimmtudag, á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Andorra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega
433Sport
Í gær

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“
433Sport
Í gær

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“