fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Sara Björk skrifar pistil sem allir ættu að lesa: ,,Enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, skrifaði mjög athyglisverðan pistil í dag sem birtist á vefsíðunni Inews.

Söru ættu allir landsmenn að kannast við en hún hefur lengi verið ein af okkar ástsælustu íþróttastjörnum.

Sara fer yfir það hvernig hún hefur alltaf elskað íþróttina en erfiðleikarnir voru svo sannarlega til staðar á hennar yngri árum.

Hún spilar í dag fyrir lið Wolfsburg í Þýskalandi og sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu.

,,Ég hef spilað knattspyrnu síðan ég var fimm ára gömul. Faðir minn var knattspyrnumaður og við deildum þeirri ástríðu,“ skrifaði Sara.

,,Við sátum saman í sófanum og horfðum saman á hans lið, Leeds United eða mitt lið, Manchester United. Mig dreymdi þó aldrei um að verða atvinnumaður í knattspyrnu.“

,,Ég þurfti á fótbolta að halda. Samkeppnin var mér mikilvæg og ég hataði að tapa. Þrátt fyrir það þá voru öll plaggötin í herberginu mínu af poppstjörnum sem ég leit upp til – Britney Spears, Jennifer Lopez og Spice Girls. Það voru engar knattspyrnustjörnur sem ég horft sömu augum til.“

,,Knattspyrnan er ein stærsta íþrótt Íslands, bæði hjá körlum og konum þó að aðstæðurnar hafi ekki alltaf verið eins þá og þær eru núna.“

,,Dagsbirtan er takmörkuð og snjórinn gerðu það að verkum að minningarnar á yngri árum eru aðallega af því að spila innanhúss á handboltavöllum eða í drullunni.“

Sara fer svo yfir hvernig hún æfði með strákum er hún var yngri. Þó að þeir hafi verið líkamlega sterkari þá var tæknileg geta alveg sú sama.

Það er einnig viðurkennt að strákar hafi fengið meiri athygli er þeir hefja sinn feril en oft er horft framhjá þeim konum sem vilja komast alla leið og á toppinn.

,,Ég æfði með strákunum þegar ég gat. Þeir voru sterkari og fljótari en tæknilega séð voru þeir ekki betri.“

,,Þrátt fyrir það, þegar ég varð eldri þá var meiri munur á hvernig var komið fram við okkur, eins og æfingatímarnir sem strákarnir fengu. Þetta gat eftir allt saman, orðið að þeirra atvinnu.“

,,Það kemur mér á óvart hversu lengi það tók mig að átta mig á því að ég gæti afrekað það sama. Það var ekki möguleiki þegar ég var að byrja.“

,,Nú er ég miðjumaður fyrir VfL Wolfsburg, besta lið Þýskalands og við komumst í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra. Ég er fyrirliði íslenska landsliðsins og klæðist goðsagnarkenndu treyjunni númer sjö. Við komumst á EM 2017 en misstum naumlega af HM.“

Eins og þekkt er þá fá karlmenn mun betur borgað fyrir að spila í þróttina og vonar Sara innilega að eitthvað verði gert í þeim málum í framtíðinni.

,,Við getum ekki stoppað hérna. Það er enn sagt við mig að ég sé ekki nógu góð, að ég sé ekki nógu fljót eða að ég sé ekki í nógu góðu standi.“

,,Sumir horfa eins á þetta í dag og þegar ég var táningur. Samkeppnin, æfingarnar og tækifærin hafa breyst mikið og eru að þróast hraðar og hraðar.“

,,Þrátt fyrir það þá geturðu verið knattspyrnukona í heimsklassa en fjárhagslega bilið gerir það að verkum að þú þarft að sinna íþróttinni með skóla og hugsa til annars ferils á lífsleiðinni.“

,,Það þarf að sýna kvennaknattspyrnunni meiri virðingu og það þarf að gera meira til að þróa hana fjárhagslega. Það eru ljósár á milli karla og kvennaknattspyrnunnar þegar kemur að launum.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Í gær

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það