fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
433Sport

Ógleði á æfingu landsliðsins á Spáni: ,,Djöfullsins skítalykt er þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Íslenska landsliðið æfði í annað sinn í Katalóníu nú í morgun en leikmenn liðsins komu saman í gær. Undirbúningur fyrir undankeppni EM er í fullum gangi.

Liðið æfir í Peralada á Spáni í dag og á morgun og heldur síðan til Andorra snemma á fimmtudag, þar er leikur gegn heimamönnum á föstudag.

Allir leikmenn íslenska liðsins voru með á æfingu liðsins og sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari að langt væri síðan að íslenski hópurinn hefði verið í jafn góðu standi.

Eins og við sögðum frá í morgun er mikil og sterk lykt af hestaskít yfir vellinum þar sem landsliðið æfði og það mátti sjá á leikmönnum í dag að hún fór ekki vel í sumar.

,,Mér var óglatt á æfingu í gær,“
sagði Kári Árnason, miðvörður liðsins þegar upphitun átti sér stað í dag, margir leikmenn héldu fyrir nefið.

,,Djöfullsins skítalykt er þetta,“ sagði Aron Einar þegar hann ræddi við liðsfélaga sína en Rúrik Gíslason og fleiri voru duglegir að setja nefið undir peysuna, til að finna minni lykt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“
433Sport
Í gær

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Magni kom öllum á óvart í Keflavík