fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Fær Þórarinn Ingi bann frá KSÍ fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aganefnd KSÍ kemur saman síðdegis í dag og mun þar fjalla um mál Þórarinns Inga Valdimarssonar leikmanns Stjörnunnar. Fótbolti.net segir frá.

Þórarinn Ingi hefur beðist afsökunar á fordómafullum ummælum sem hann lét falla í garð Ingólfs Sigurðssonar í leik Stjörnurnar og Leiknis um helgina. Líklegt er að aganefnd KSÍ muni dæma Þórarinn Inga í bann en það fer þó eftir ýmsu, þannig hefur skýrsla Þorvaldar Árnasonar, dómara mikil áhrif á hvort eða þá hvernig bannið verður.

Það gerði Þórarinn strax að leik loknum. Þórarinn lét niðrandi ummæli falla um andlega heilsu Ingólfs sem vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann steig fram og ræddi opinskátt um baráttu sína gegn kvíða og þunglyndi enn hann hefur lengi glímt við kvíðaröskun. Ingólfur þótti mikið efni þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnusviðinu.

Í leiknum nú um helgina missti Þórarinn eins og áður segir stjórn á sér. Sagði Þórarinn að Ingólfur ætti að hugsa um andlega heilsu sína og mun hafa uppnefnt hann í kjölfarið með vísun í veikindi hans. Heyrði dómari leiksins hvað Þórarinn sagði og var umsvifalaust vísað af velli.

Þórarinn sendi í dag frá sér stutta yfirlýsingu á Facebook þar sem hann greindi frá því að hann hefði misst stjórn á skapi sínu. Þórarinn sagði:

„ … lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli. Orð sem eru mér ekki sæmandi. Ég fékk verðskuldað rautt spjald. Strax eftir leik talaði ég við viðkomandi aðila og baðst afsökunar á því. Fyrir mér lauk málinu þar og við skildum sáttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“