fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
433Sport

Aron tjáir sig í fyrsta sinn eftir að hann fór til Katar: Hafði hugsað mér að vinna með Heimi aftur

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson hefur krotað undir samning við lið Al-Arabi í Katar og gengur í raðir liðsins í sumar.

Aron hefur undanfarin ár gert góða hluti með Cardiff í Wales en liðið leikur í ensku úrvalsdeildinni.

Hjá Al-Arabi mun Aron vinna með Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara, sem tók við í fyrra.

Aron segir að það hafi alltaf verið planið að vinna með Heimi á ný en þeir náðu frábærum árangri saman í landsliðinu.

,,Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu. Þetta er uppbyggingarstarfsemi í þessum klúbbi og ég hef talað mikið við Heimi um hverju hann er að reyna að breyta,“ sagði Aron við Vísi.

,,Það er mjög spennandi. Ég er spenntur fyrir því að prófa eitthvað nýtt. Ég hef verið í 11 ár á Bretlandseyjum og það er komið gott. Ég vil prófa eitthvað nýtt á meðan maður getur.“

,,Þetta var eiginlega fyrsti og síðasti kosturinn fyrir mig, ég var ekki að spá í einhverju öðru þegar ég vissi að hann vildi fá mig. Hvort sem það hafi verið annars staðar eða ekki. Ég hefði hugsað um það að fá að vinna með Heimi aftur og hann vissi af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“
433Sport
Í gær

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Magni kom öllum á óvart í Keflavík