fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Sjáðu búnaðinn sem KSÍ var að fjárfesta í: Á að hjálpa við að koma landsliðinu aftur á toppinn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. mars 2019 21:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada:

Íslenska landsliðið er komið til Spánar, undirbúningur fyrir fyrsta leikinnn í undankeppni EM er hafin. Liðið kom saman í dag og var fyrsta æfingin tekin síðdegis.

Margir af lykilmönnum liðsins voru hins vegar fjarverandi á æfingunni í dag, þannig voru Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason hvergi sjánlegir.

Sömu sögu er að segja af Jóhanni Berg Guðmundssyni en þeir félagar hafa líklega æft á hótelinu. Allir voru að spila um helgina og gæti það verið ástæðan.

Ari Freyr Skúlason var ekki heldur með og Björn Bergmann Sigurðarson var ekki á svæðinu.

Aron Einar Gunnarsson tók fullan þátt í æfingunni og virkar í fínu standi, meiðsli sem hafa hrjáð hann eru smátt og smátt að verða betri.

Það vakti athygli fyrir æfingu að landsliðið er komið með nýjan búnað, sá sér um að mæla allt hvað er í gangi hjá hverjum og einum leikmanni. Hver leikmaður fer í vesti sem sendir svo upplýsingar í tækið, þannig er hægt að fylgjast náið með formi leikmanna.

Flest stórlið nota svona búnað sem er dýr en getur borgað sig margfallt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu