fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Hlær að því að svartir leikmenn fái að spila: ,,Af hverju fá þeir vegabréf?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 18. mars 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pavel Pogrebnyak, fyrrum leikmaður Fulham og Reading, er nú á milli tannanna á fólki í Rússlandi.

Pogrebnyak spilar í dag fyrir lið Ural í Rússlandi en hann á að baki 33 landsleiki fyrir þjóð sína.

R Sport greinir frá því að Pogrebnyak hafi talað um svarta leikmenn rússnenska landsliðsins á óviðeigandi hátt.

Hann nefndi sérstaklega tvo leikmenn þá Ari, leikmann Krasnodar sem er dökkur á hörund og Mario Fernandes, leikmann Spartak Moskvu.

Báðir leikmennirnir eru fæddir í Brasilíu en eru með rússnenskt vegabréf og spila með landsliðinu.

,,Ég er neikvæður varðandi þetta. Ég sé ekki tilganginn. Ég sé ekki af hverju Ari fékk rússnenskt vegabréf?“ er haft eftir Pogrebnyak.

,,Roman Pavlyuchenko var einnig að tala um þetta. Það er fyndið þegar svartur leikmaður spilar fyrir Rússland.“

,,Mario Fernandes er topp leikmaður en við erum með Igor Smolnikov sem spilar sömu stöðu. Það er hægt að gera þetta án útlendinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
433Sport
Í gær

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi