fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
433Sport

Eftir að hafa ekki unnið leik í fyrra er hungur í landsliðinu: ,,Við ætlum okkur að fara á EM“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. mars 2019 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals er klár í slaginn gegn Andorra á föstudag, þá hefst undankeppni EM og íslenska liðið hefur hafið undirbúning.

Birkir segir hungur í hópnum en árið 2018, vann liðið ekki einn leik. Það þarf því að snúa skútunni við og koma liðinu aftur í fremstu röð.

,,Ég held að það sé klárt að við viljum fara að vinna leiki aftur, ná frammistöðum sem við vorum að ná fyrir síðast ár. Þrátt fyrir að leikirnir á HM hafi ekki verið slæmir, þá náðum við engum úrslitum nema gegn Argentínu. Við viljum fara að sýna okkar rétta andlit,“ sagði Birkir við blaðamann þegar hann ræddi við hann á Spáni í dag.

Birkir gerir þá kröfu á liðið að vinna á föstudag en eftir viku er svo erfiður leikur gegn Frakklandi.

,,Það er alveg ljóst að ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli, þá verðum við að ná í þrjú stig. Þetta er fyrsti leikurinn og mikilvægt að byrja vel,“ sagði Birkir sem segir markmið liðsins á hreinu.

,,Það er klárt, við ætlum okkur að fara á EM. Þá verðum að taka sigur á föstudag,“ sagði bakvörðurinn. Birkir er ólíkt öðrum leikmönnum á undirbúningstímabili enda leikur hann á Íslandi.

,,Það gengur vel, ég hef getað æft allt undirbúningstímabilið, ég missti af nokkrum mánuðum í fyrra. Ég hef náð að æfa vel, hugsað vel um mig. Með þessa leiki í kollinum, ég hef æft vel fyrir þessa mars leiki.“

Viðtalið við Birki er í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“
433Sport
Í gær

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Magni kom öllum á óvart í Keflavík