fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
433Sport

Birkir er í frystikistunni: ,,Ég ætla ekkert að fara út í það núna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. mars 2019 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Birkir Bjarnason fær fá tækifæri hjá félagi sínu, Aston Villa um þessar mundir. Liðið leikur í næst efstu deild á Englandi en Birkir er mest á bekknum.

Hann segir stöðuna ekkert sérstaka en lið Aston Villa hefur spilað vel undanfarið og stjóri liðsins því litlu breytt.

,,Staðan er ekkert sérstök eins og er, það er stutt eftir af tímabilinu og ég verð að halda mér klárum,“ sagði Birkir við fréttamann í dag þegar landsliðið hóf æfingar, undankeppni HM hefst á föstudag þegar liðið mætir Andorra.

Birkir segist hafa rætt málin við félagið en vill ekki fara út þá sálma

,,Ég ætla ekki að fara út í það núna,“ sagði Birkir sem finnst sérstakt að vera í þessari stöðu. ,,Mér finnst það mjög skrýtið, það verður bara að vera svona núna. Ég reyni að halda mér formi.“

Sögur voru á kreiki í janúar að Birkir væri til sölu en hann er ekki að hugsa um að fara.

,,Ég er ekkert að hugsa mér til hreyfing, ég á eitt ár eftir og það er ennþá tímabil í gang“

Viðtalið við Birki er í heild hér ða neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“
433Sport
Í gær

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Magni kom öllum á óvart í Keflavík