fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
433Sport

Arnór er að sigra heiminn en er með báðar lappir á jörðinni: ,,Gefur manni auka kraft“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. mars 2019 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu og íslenska landsliðsins er einstaklega jarðbundinn drengur, þrátt fyrir að hafa skotist upp á stjörnuhiminn, á ógnarhraða er það ekki að sjá á pilti.

Arnór er mættur til Spánar til móts við íslenska landsliðið, þar er liðið að undirbúa sig undir fyrstu leikina í undankeppni EM. Liðið mætir Andorra á föstudag og spilar við Frakkland eftir vikur.

Arnór hefur slegið í gegn í Rússlandi en þangað var hann keyptur síðasta sumar. CSKA er líka að gera vel. ,, Það eru þrír leikir búnir, eftir að mótið fór af stað aftur og við erum í öðru sæti, þetta verður slagur fram í síðustu umferð og við ætlum að taka hann,“ sagði Arnór þegar blaðamaður ræddi við hann á Spáni í dag.

,,Það voru ekki gerðar svona miklar væntingar til okkar, það komu margir nýir ungir leikmenn inn fyrir tímabilið. Við vissum það sjálfir að við værum nógu góðir til að vera á þessum stað sem við erum.“

Arnór komst í heimsfréttirnar í desember þegar hann skoraði og lagði upp í ótrúlegum sigri liðsins á Real Madrid. Síðan þá hefur liðið verið í fríi, sem er fremur sérstakt á miðju tímabili.

,,Þetta er sérstakt, við enduðum mjög vel í Meistaradeildinni gegn Real Madrid og svo kemur bara tveggja mánaða pása. Þetta er sérstakt en partur af þessu,“ sagði Arnór en hann og liðsfélagar hans voru lengi á Spáni.

,,Við vorum bara á Spáni, það var orðið frekar þreytt í lokin,“ sagði Arnór sem er ánægður í Rússlandi.

,,Ég kann mjög vel við Moskvu, flott umhverfi og flott lið. Hjálpuðu mér að komast inn í hlutina, ég er ekki með tungumálið. Bara nokkur orð, skil orð og orð.“

Frammistaða Arnórs hefur vakið gríðar athygli, eins og fyrr segir og borist hafa fréttir af því að stórlið á bæði Ítalíu og Þýskalandi vilji kaupa hann í sumar, Arnór kippir sig ekki upp við það og er með báða fætur á jörðinni.

,,Maður hefur heyrt af þessu og séð þetta, mér líður vel í Moskvu. Ég er 100 prósent einbeittur þar,“ sagði Arnór sem viðurkenndi þó að þetta gefi smá auka kraft.

,,Það gefur manni auka kraft og hjálpar en mín einbeiting er hjá CSKA.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Samþykkti að skipta um númer: Vill heiðra minningu afa síns

Samþykkti að skipta um númer: Vill heiðra minningu afa síns
433Sport
Í gær

Rándýr upptaka hvarf: Opnaði sig loksins um viðkvæmt mál í einkaviðtali

Rándýr upptaka hvarf: Opnaði sig loksins um viðkvæmt mál í einkaviðtali
433Sport
Fyrir 3 dögum

Segir að tölfræði Van Dijk sé kjaftæði: ,,Ég skoraði og hann var skilinn eftir“

Segir að tölfræði Van Dijk sé kjaftæði: ,,Ég skoraði og hann var skilinn eftir“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði