fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Varð ofurölvi í brúðkaupi vinar síns og sofnaði í runna

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. mars 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, er góðvinur Jack Wilshere sem spilar í dag með West Ham.

Wilshere og Szczesny voru lengi saman hjá Arsenal en sá fyrrnefndi yfirgaf félagið á síðasta ári eftir þrálát meiðsli.

Szczesny segir skemmtilega sögu af vini sínum og talar einnig afar vel um hæfileikana sem hann býr yfir.

,,Hann er besti vinur minn ásamt Grzegorz Krychowiak,“ sagði Szczesny við YouTube rásina Foot Truck.

,,Í brúðkaupinu mínu þá varð hann svo fullur. Við leituðum að honum út um allt í tvo tíma. Svo fundum við hann sofandi í runna!“

,,Hann hefur glímt við meiðsli sem hann hefur aldrei jafnað sig af. Svo meiðist hann aftur vegna þess og svo enn og aftur.“

,,Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð. Vegna meiðslanna spilar hann með West Ham frekar en stórliði í Evrópu.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
433Sport
Í gær

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi