fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Pirraður Bielsa var erfiður í skrautlegu viðtali: ,,Ætlarðu ekki að svara minni spurningu?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. mars 2019 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, sá sína menn tapa í ensku Championship-deildinni í dag.

Leeds tapaði 1-0 á heimavelli gegn Sheffield United og er nú fimm stigum á eftir toppliði Norwich.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur en Sheffield komst upp fyrir Leeds í annað sæti deildarinnar með sigrinum.

Jonathan Oates, blaðamaður Sky Sports, reyndi að ræða við Bielsa eftir leikinn en það gekk illa.

Oates reyndi að fá svör úr Bielsa sem hafði ekki mikinn áhuga og var með sínar eigin spurningar.

Svona gekk viðtalið fyrir sig:

Oates: Marcelo, hvernig horfirðu til baka á þetta tap í svo mikilvægum leik?

Bielsa: Þetta var mjög mikilvægur leikur. Ég vil ekki vanmeta andstæðinginn en ef við skoðum úrslitin þá endaði þetta svona. Ef við skoðum það sem gerðist og hver átti hvað skilið þá er útkoman önnur.

Oates: Pontus Jansson var augljóslega í vandræðum undir lok leiksins, hversu alvarleg eru þessi hnémeiðsli?

Bielsa: Ég veit það ekki.

Oates: Hefurðu eitthvað að segja um þá ákvörðun að reka markmanninn þinn af velli?

Bielsa: Ég er aldrei með skoðun á dómaranum. Ég mun fara yfir þetta sjálfur.

Oates: Ef þitt lið átti skilið að vinna, af hverju komust þið ekki í gegnum þetta?

Bielsa: Telur þú að við höfum átt skilið að vinna?

Oates: Ég er að spyrja þig að þessu.

Bielsa: Ég er líka að spyrja þig að þessu.

Oates: Ég hef enga skoðun á þessu. Þú sagðir að þið ættuð skilið að vinna svo af hverju gátuð þið ekki skorað?

Bielsa: Ég sagði ekki að við ættum skilið að vinna. Ég vil vita hvað þér finnst um svarið mitt.

Oates: Við færum okkur yfir í titilbaráttuna. Hver er staðan eftir þetta tap, þar sem þið eruð í þriðja sæti?

Bielsa: Ætlarðu ekki að svara spurningunni minni?

Oates: Við skulum enda þetta hér – takk fyrir Marcelo.

Viðtalið var því í styttri kantinum í dag en Bielsa getur oft verið gríðarlega erfiður við að eiga og er mjög skapstór.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
433Sport
Í gær

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi